Móðursýkin

Sonur minn Byltingin og Rósin sluppu lifandi úr eldsvoða nú um daginn. Gistu í trjáhýsi í 10-12 metra hæð og Haukur vaknaði við sviða í kokinu. Allt fullt af reyk og mér skilst að það sé ekkert grín að brölta hóstandi í gegnum brennandi tuskur og greinar og þurfa svo að klifra niður úr háu tré í niðamyrkri. Þau sluppu samt ósködduð og skógurinn líka. Af öllum frábæru ævintýrunum sem hann er búinn að segja mér frá er þetta það eina sem ég sé virkilega fyrir mér.

Rósin farin til Indlands og Byltingin einn á þvælingi um Evrópu. Mér fannst skárra að vita af honum með henni. Vil bara fá hann heim aftur sem fyrst og vita hann sofa innan dyra í alvöru húsi, þar sem er til sjúkrakassi og borða óhollan mat sem er búið að elda og setja á disk en ekki eitthvað gras sem hann finnur á víðavangi. Og svo vil ég líka fá að geyma vegabréfið hans sjálf.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Móðursýkin

  1. —————————

    svona móðursýki er ábyggilega ólæknandi…

    gott að strákurinn þinn slapp óskaddaður úr þessum ævintýralega eldsvoða, aldeilis saga fyrir barnabörnin þarna á ferð.

    Posted by: baun | 12.02.2007 | 11:06:30

    —————————

    Hvað ég skil þig vel!

    Posted by: Sigga | 12.02.2007 | 12:14:07

    —————————

    Úff. Gott að þetta endaði ekki verr. Skil þig svo vel.

    Posted by: Harpa | 12.02.2007 | 12:57:38

    —————————

    Gaman þætti mér að vita hvernig ná má sambandi við son þinn Byltinguna á rápi hans um Evrópu.

    Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 12.02.2007 | 14:10:14

    —————————

    Vésteinn minn, það er einfaldlega ekki hægt að ná sambandi við hann. Hann skrifar netpóst sjálfur, sjaldnar en ég vil (en ef út í það er farið vildi ég helst hafa hann með staðsetningarörgjörva græddan undir húð) en Haukur hefur aldrei kunnað á síma og það virðist ekki vera forgangsverkefni hans í þessari pílagrímsferð að læra á hann. Ég skal hinsvegar segja honum að hafa samband við þig næst þegar ég heyri frá honum.

    Posted by: Eva | 12.02.2007 | 14:38:15

    —————————

    Eitthvad hefur modurastinn nu miklad thennan elsdsvoda fyrir ser. Thad var ekki kviknad i husinu, heldur bara i dynunni sem vid lagum a og thad voru engir storir logar i gangi heldur adalega glod og alveg hellingur af reyk og plastgufum.

    Thad er heldur ekkert erfitt ad klifra nidur ur trenu. Myrkrid er ekkert vandamal. Thad er bara erfitt ad komast utur husinu (sem er nokkursskonar kulutjald sem tharf ad klifra inn og ut ur), og svolitid haettulegt ef madur er dasadur af reyk og i panic.

    Thad ma skrifa mer a netfangid her ad ofan. Reyndar hefdi eg gaman af tvi ad fa post. Hef ekki heyrt fra neinum i daldinn tima. Hvernig er vedrid tharna vestan fra medal annara orda?

    Posted by: Haukur | 12.02.2007 | 14:45:09

    —————————
    Netfangið sem er reyndar ekki hér að ofan er baratta@visir.is

    Posted by: Eva | 12.02.2007 | 22:06:33

Lokað er á athugasemdir.