Hauks útgáfa

Haukur er búinn að hafa samband og gaf mér leyfi til að birta eftirfarandi frásögn:

Ég var að mynda hóp af ísraelskum krökkum sem höfðu veist að tveimur palestínskum strákum þegar kona kom aðvífandi, tók af okkur (mér og vinkonu minni) myndir og kallaði
okkur nasista og öðrum ónefnum. Hun reyndi ad stoppa mig í að mynda og varnaði vinkonu minni að ganga upp götuna. Þegar lögreglan kom kærði hín vinkonu mína fyrir líkamsárás.

Við sýndum löggunni myndbandið og útskýrðum hvað við höfðum séð. Þeir vildu sjá vegabréfin okkar og báðu okkur ad koma á lögreglustöðina að gefa skýrslu. Það tók 4 tíma, þar af vorum við yfirheyrð i um 30 mínútur en annars stóðum við úti í kuldanum vegabréfslaus innan ranngerðar lögreglustöðvar.

Ég var beðinn ad koma aftur með myndbandið kl 9 i morgun. Verið er að afrita myndbandið og ég á pantað annað viðtal, væntanlega á miðvikudaginn.
Þetta voru nu öll tíðindin.

Ég og vinkona mín skemmtum okkur bærilega inni á lögreglustöðinni, sungum trölludum og lékum á als oddi til að halda á okkur hita. Þetta var bara fín reynsla.

Best er að deila með því að afrita slóðina