Snobb

-Hversvegna þykir íslenskt brennivín svona ómerkilegt? spurði sonur minn Fatfríður.

-Brennivín er náttúrulega afskaplega vont en ég veit svosem ekki til að það þyki neitt sérstaklega ómerkilegt, svaraði ég.
-Jú, sagði hann, ég varð greinilega var við það þegar við fórum á ballið þarna um daginn.
-Nú?
-Já. Ég var sko með pela með mér og þegar ég ætlaði að bjóða staffinu á hótelinu sopa, þá horfðu allir á mig með þvílíkum hneykslunarsvip og það var sko ekki af því að þau væru í vinnunni eða neitt, það var út af pelanum. Heyrðu ekki nóg með það, heldur kom dyravörðurinn til mín og þegar ég bauð honum, þá bara hvæsti hann á mig að ég skyldi hafa pelann inná mér og ekki láta nokkurn mann sjá hann, ég væri sko staddur á HÓTELI. Ég meina í alvöru, hvílíkir snobbhausar, ætli maður taki ekki koníak með sér næst til að gera þessu pakki til geðs.

Best er að deila með því að afrita slóðina