Í fréttum er þetta helst

Í fréttum er þetta helst:
-Sonur minn gítarleikarinn er hættur að spila Nirvanalagið nema þegar hann er pirraður á mér og er búinn að skipta „Siggi var úti“ út fyrir „House of the rising sun“.

-Tengdadóttir mín Sykurrófan komst í úrslit í fyrirsætukeppni og er á leið til Ameríku til að keppa í ennþá meiri fegurð og yndisleik. Hún er alveg ægilega sæt, það fer ekki fram hjá neinum.

-Nei ég er ekki hætt að blogga.

-Nei bloggið er ekki eitthvað bilað, það er af ráðnum hug sem ég birti ekki allar færslur.

-Ég ætla aldrei að taka séns á því að særa Hollendinginn fljúgandi að óþörfu og birti því engar færslur þar sem hann er í aðalhlutverki. Það finnst sumum leiðinlegt. Æ,æ.

-Verð samt að segja eitt svona rétt til að tryggja að Keli haldi áfram að lesa bloggið mitt (sorrý Keli en ég þrífst á athygli þinni): Hollendingurinn fljúgandi sendi mér sms sem ég ætla aldrei að eyða.