Er andi í húsinu?

Ég held að ég sé ekkert sérstaklega andleg. Allavega næ ég engu sambandi við þennan anda sem spúsi minn heldur fram að sé í húsinu. Ég fann vissulega fyrir einhverjum sérstökum anda þar áður en hann flutti til mín. Eftir það hef ég aldrei fundið fyrir þessum ákveðna anda í húsinu.

Aftur á móti fannst mér einhver andi fylgja dótinu hans og sá andi á prýðilega heima í Hólahverfinu. Ég hallast helst að því að það sem ég fann fyrir sé bara hans eigin andi sem ferðast með honum. Núna þegar enginn býr í húsinu hans lengur finn ég ekki fyrir neinum anda þar, bara ryki og málningarþef.

Best er að deila með því að afrita slóðina