Vörður laganna er loksins búinn að vígja hátíðabúninginn. Hann tók þriðjudaginn í að máta gallann, prófa flautuna og ákveða nákvæma staðsetningu húfunnar með hallamáli og gráðuboga. Generalprufan var í gær en þá æfði hann sig í að marsera yfir eldhússgólfið með húfu, flautu og allt galleríið. Hann er orðinn svo þjálfaður í Gestapósvipnum að ég hugsa að hann vinni keppnina „Bjartasta von sérsveitarinnar“ sem Björn Bjarnason mun auglýsa á næstunni. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Vörður laganna
Mjög hversdagslegt brauð
Ég Hef verið djúpt sokkin í sápuóperuna á Hlaðgerðarstöðum í dag. Útvarpsbloggið hefur setið á hakanum en nú ætla ég líka að taka skurk í því. Halda áfram að lesa
Hollendingurinn fljúgandi
Hollendingurinn fljúgandi flutti formlega inn á gamlársdag. Þar með rættist mikilvægasta áramótaheit ársins 2003. Mikilvægasta loforð sem ég gaf sjálfri mér um þessi áramót er það að leggja nógu mikla vinnu í sambandið til þess að það verði ennþá betra um næstu áramót. Halda áfram að lesa
Burðarjálkabálkur
Mínir blíðlyndu burðarjálkar, Sjarmaknippið hið eldra og Týndi hlekkurinn, eru í kaupstaðarferð. Þeir ætluðu að gista í nótt en létu svo ekkert sjá sig, sjálfsagt endað á fylliríi og kvennafari og er það vel. Vonir standa til að fóstursonur minn löggæsluhetjan flytji inn til mín um áramótin og vænti ég þess að ég sjái þá hina jálkana tvo og helst fríða sveit áhangenda mun oftar en síðustu árin. Halda áfram að lesa
Löður vikunnar
Á einni viku gerðist eftirfarandi: Halda áfram að lesa