Rúnt

Skáldjöfurinn vinur minn er kominn í bæinn.

Fólk utan af landi gerir sér oft litla grein fyrir vegalengdum á höfuðborgarsvæðinu og heimsókn utan af landi getur kostað mann æði marga klukkutíma á akstri. Maður sækir einhvern á flugvöllinn, viðkomandi er á leiðinni upp í Grafarvog en biður mann aðeins og koma við í Hafnarfirði í leiðinni. Hann þarf nefnilega endilega að koma til skila sokknum sem Bjarni frændi hans gleymdi hjá ömmu Ingunni síðast þegar hann var fyrir vestan. Halda áfram að lesa