„Er kominn á lygnan sjó, svona tilfinningalega“ sagði hann. Langar víst að hitta mig.
Gott og vel. Við getum svosem hist þegar betur stendur á. Eftir allan þennan tíma er ég sjálf á algerlega lygnum sjó, opin fyrir öllu en um leið skítsama um allt. Þ.e.a.s. karlmenn, ekki pólitík.
-Hahh, viltu ekki bara láta ganga á eftir þér prinsessan þín? segir Birtan í mér og glottir út í annað þegar ég segist ekki vera nein fjandans prinsessa.
Í augnablikinu er ég efins um hvort mér er verr við karlmenn eða feminista.