Fullkomin vinna?

Námskeið fyrir innflytjendur og fleiri verkefni sem því tengjast. Sé fram á að geta sameinað áhuga minn á mannúðarstarfi og það að skrifa og flytja fyrirlestra. Hafa áhrif. Og hún er með markaðsmann, ég þarf ekkert að selja sjálf, bara koma með góðar hugmyndir og skrifa gott stöff. Og það get ég.

Hugsanlegt að ég fái í framhaldinu þriggja ára starf við námsefnisgerð og þróunarvinnu sem er þess eðlis að ég yrði ekki bundin við Ísland. Það er ekki víst að ég fái þetta starf en ég er bjartsýn.

Er ég skýjunum? Gettu þrisvar.

Best er að deila með því að afrita slóðina