Vonandi hætta lesendur að lenda í vandræðum með að setja inn umæli. Síðan hefur verið of þung fyrir þá sem nota explorer en nýja síðan er væntanlega í lagi.
Persónulega bloggið mitt hefur síðustu mánuði verið vistað á lokuðu svæði en héðan af verður það sem ég er til í að hafa opinbert í sápuóperuflokknum á pistlinum. Vinir og vandamenn geta haft samband við mig t.d. á eva@norn.is eða á snjáldrinu til að fá aðgang að þeim sem ekki eru birtir.