Jæja Þorgeir var að hringja frá A-s. Allar líkur á að ég geti byrjað að kenna 24. okt. 90% sagði hann. Þýðir að ég verð föst á Íslandi til 14. desember, Samt fyllir það mig ekki neinni öryggistilfinningu, ég er þvert á móti að fyllast kvíða. Ég er líka í krísu út af köttunum. Sagði Þóru að ég stefndi á að taka þær aftur um mánaðamótin okt-nóv. Var einhvernveginn svo viss um það þá að allt yrði komið á hreint.
Auk þess er ég á vergangi. Hef það fínt hjá Stefáni en hafði nú ekki hugsað mér að hafa vetursetu.
Þarf að snúa mér að galdri aftur. Hef ekki sinnt kukli í marga mánuði. Auk þess væri ég til í að hýða einhvern. Ég veit bara ekki hvern.