Viðvörun frá karlaathvarfinu

Kunningi minn hefur sent mér athyglisvert bréf sem á vissulega erindi við almenning og leyfi ég mér hér með að birta það ásamt svari mínu.

Viðvörun frá lögreglu og karlaathvarfinu

Lögreglan vill hvetja alla karlmenn, einkum þá sem stunda næturlíf, ráðstefnur, jólahlaðborð og knæpur, til að vera vel á verði og afar varkára þegar kvenfólk býður upp á drykk. Halda áfram að lesa

Af umhyggju Geirþrúðar

Screensaver stóðst væntingar og rúmlega það. Gjörsamlega frábær sýning. Táknmálið yndislegt en ég er óvön því að túlka verk sem eru algerlega án orða, þarf að fara oftar á dans- og myndlistarsýningar. Og dansarar eru svoooo fallegt fólk. Kostar ofboðslega vinnu býst ég við og ekki myndi ég leggja það á mig. Sætti mig frekar bara við það sem sjálfsagt mál að vera óttaleg rassmína við hliðina á þessum álfakroppum. Halda áfram að lesa

And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Kvold á púbbinn

Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa