Screensaver stóðst væntingar og rúmlega það. Gjörsamlega frábær sýning. Táknmálið yndislegt en ég er óvön því að túlka verk sem eru algerlega án orða, þarf að fara oftar á dans- og myndlistarsýningar. Og dansarar eru svoooo fallegt fólk. Kostar ofboðslega vinnu býst ég við og ekki myndi ég leggja það á mig. Sætti mig frekar bara við það sem sjálfsagt mál að vera óttaleg rassmína við hliðina á þessum álfakroppum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Velviljað fólk
Og þá hitti skrattinn ömmu sína
Einn morguninn furða ég mig á tíðum komum gullfiskarlsins og föruneytis hans á veitingahúsið. Var það ekki bara um síðustu helgi sem þeir voru hér alla nóttina að þrífa búrin?
-Eruð þið alltaf að þrífa þessi fiskabúr eða hvað eruð þið eiginlega að gera? segi ég. Halda áfram að lesa
Kvold á púbbinn
Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa
Lykillinn að hamingjunni
Ég er loksins búin að finna lykilinn að lífshamingjunni. Þ.e.a.s. ekki minni eigin lífshamingju, heldur lífshamingju mjög margra annarra. Ég gæti semsé gert margt fólk afar hamingjusamt með því að ráða mig í framhaldsskólakennslu og kaupa þokkalega blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu, helst í Breiðholtinu eða Hafnarfirði. Halda áfram að lesa