Fyrsti dagur á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki að verða ellidauð í heimaþjónustu en starfið útheimtir lágmarks samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk og ég byrja ekki í sjálfstæðum rekstri í ókunnugu umhverfi þegar aleigan er 600 kr danskar og skuldahali í íslenskum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Loðnara kynið
Appelsínuhúð
Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa
Fordómar
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/129641050061
Ef þú myndir endurfæðast sem eitthvað spendýr (annað en maður)? FB leikur)
Af hverju endilega spendýr?
Pant vera bænamaur. Kvenkyns auðvitað. Þú getur verið kærastinn minn og þegar ég er búin að afgreiða þig, bít ég blíðlega af þér hausinn.
(Kræst ég verð að fara að komast yfir þessa karlfyrirlitningu. Þetta er bara ekkert í lagi.)
Karlmennska er ákveðin fötlun
Karlmennska er ákveðin fötlun. Í rauninni ættu 80% karlmanna að vera á fallabótum og í endurhæfingu eða einhverskonar meðferð. Halda áfram að lesa
Djöfullegt plott
Eins og flestum vinum mínum og ættingjum mun kunnugt um þarf karlmaður að uppfylla ýmis skilyrði til þess að ég verði ástfangin af honum. Þau helstu eru eftirfarandi: Halda áfram að lesa
Pervasjónir mínar
Mér hefur borist tölvupóstur frá manni sem heitir því óvenjulega nafni Big-X. Sá las einhversstaðar á þessari síðu eitthvað um að ég teldi pervasjónir gefa lífinu lit og nú langar hann að fá nánari upplýsingar um pervasjónir mínar og tækifæri til að láta drauma mína rætast. Halda áfram að lesa
Um aumingja og ojmingja
Karlmaðurinn er merkileg dýrategund sem veldur mér sífelldum heilabrotum. Áratugalangar rannsóknir mínar á fyrirbærinu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að gróflega megi flokka karlmenn í þrjár meginmanngerðir. Halda áfram að lesa
Frumdrög að túlkunarlykli með dæmigerðum karlmanni
Tveggja áratuga rannsóknir mínar á karlkyninu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því að stundum skil ég ekki karlmenn, er ekki sú að ég sé svona treg, heldur sú að karlar gera ekkert minni kröfur til þess en konur að aðrir lesi hugsanir þeirra. Tregða þeirra til að orða hlutina beint kemur bara dálítið öðruvísi út og kemur fram á öðrum sviðum. Halda áfram að lesa