Viðvörun frá karlaathvarfinu

Kunningi minn hefur sent mér athyglisvert bréf sem á vissulega erindi við almenning og leyfi ég mér hér með að birta það ásamt svari mínu.

Viðvörun frá lögreglu og karlaathvarfinu

Lögreglan vill hvetja alla karlmenn, einkum þá sem stunda næturlíf, ráðstefnur, jólahlaðborð og knæpur, til að vera vel á verði og afar varkára þegar kvenfólk býður upp á drykk. Halda áfram að lesa

Hugleiðing handa tannkremssala

Tannkremssalinn er búinn að fræða mig heilmikið um það hvernig maður eigi að láta drauma sína rætast. Er með allt um markmiðssetningu og jákvæða mötun undirmeðvitundarinnar á hreinu.
-Og ert þú að gera það sem þú ætlaðir þér alltaf? spurði ég.
Hann sagðist vera að stefna að því. Og á sér svo stóra drauma að hann segir ekki einu sinni frá þeim.
-Af því að ég ætla ekkert að láta annað fólk segja mér hvað ég get og hvað ekki, sagði hann. Halda áfram að lesa

And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Maðurinn með svörin

Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið.  En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa

Spörfuglasöngvar

Og kannski er það kaldhæðnislegasta af öllu að samband okkar hófst með því að ég hvæsti á þig þegar þú falaðist eftir textum. Þú máttir auðvitað nota þá sem ég átti fyrir en ég vildi sjá eitthvað sem benti til þess að þér væri alvara áður en ég færi að leggja vinnu í texta fyrir þig.

Auðvitað fór það á annan veg og nú sit ég uppi með helling af textum sem falla ekki að neinum lögum nema þínum og veit að þú munt aldrei koma þeim á framfæri.

 

Böl og kvöl að finna viðeigandi endi

Það versta við sápuóperur er að þær hafa alderi neinn rökréttan endi. Sápuóperan mín Böl og kvöl í Byljabæ er að verða hæf til uppsetningar. Ég byrjaði á henni í djóki en sá fljótt að hún gæti orðið virklega góð svo ég tímdi ekki að setja hana á vefinn (frumuppköstin að fyrstu þáttunum eru að vísu ennþá á reykvísku sápunni). Halda áfram að lesa

Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.

Ekki eitt verkefni

Birta: Ekki eitt verkefni inn á borð síðustu tvær vikur. Heitir það ekki atvinnuleysi?
Eva: Ég er ekki þessi týpa sem gengur atvinnulaus.
Birta: Við erum nú samt atvinnulausar góða mín.
Eva: Það hljóta að koma verkefni.
Birta: Það veit ég ekkert um en hitt veit ég að það koma jól.
Eva: Þetta reddast.
Birta: Hvernig?
Eva: Ég veit það ekki ennþá. Halda áfram að lesa

Veit ekki alveg hvert stefnir

Eva: Úff, fjandinn sjálfur, hvað á ég eiginlega að elda?
Birta: Lasanja auðvitað.
Eva: Af hverju er það svona auðvitað?
Birta: Það er gott, einfalt, getur ekki mistekist, þarf ekki að standa yfir því.
Eva: Já en er það ekki að verða dálítið klisjukennt? Ég meina við eldum alltaf lasanja þegar einhver kemur í mat í fyrsta sinn.
Birta: Hann veit það ekki.
Eva: Nei en samt… Halda áfram að lesa

Ilmur

Ég heimsótti félaga minn í gærkvöldi því hann þurfti að kynna mér smá verkefni sem hann vill fá mig til að vinna með sér. Það var kalt inni hjá honum svo hann lánaði mér peysu. Það var strákalykt af henni og mig langaði að grúfa andlitið niður í hana og andvarpa. En svoleiðis gerir maður ekki fyrir framan annað fólk. Allavega ekki fyrir framan eiganda peysunnar. Allavega ekki ef hann á konu. Eða unnustu eins og hann kallar hana. Halda áfram að lesa

Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar

Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í­ bí­ó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátí­­ðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þí­na og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín. Halda áfram að lesa

Klámvísa dagsins

Klámskáldið heillar mig.

Ég fer ekki fram á að fá að birta skúffuskáldskap sem hvergi hefur birst eða verið fluttur og er kannski ekki einu sinni fullunninn. Læt því nægja að sýna svörin mín þótt það gefi engan veginn nógu góða mynd af samræðum þegar aðeins önnur röddin heyrist. Hér er allavega klám dagsins: Halda áfram að lesa

Kynlegar konur

Jæja. Þá er ég búin að taka fyrstu vaktina á Kynlegum konum. Það sem kemur mér mest á óvart er að ég er ekki elst. Það eru fleiri en ég sem viðurkenna að hafa logið til um aldur þegar þær sóttu um. Yana er tveimur árum eldri en ég og það var hún sem setti mig inn í starfið. Hún er búin að vera súludansari á Íslandi í tvö ár og bjó hér í nokkur ár á níunda áratugnum. Halda áfram að lesa

Aukavinna

Þá er það loksins staðfest að leigusalinn bjó í alvöru með litháískri súludansmey. Ég komst að því í dag þegar ég sótti um aukavinnu á „Kynlegum konum“ einu strippbúllunni hér uppi í Gólanhæðunum. Eða einu svo vitað sé, svo ég ljúgi nú engu. Búllmundur, eigandi staðarins, spurði hvar ég byggi. Þegar ég sagði honum það varð hann steinhissa og spurði hvort Fatlafólið væri kominn í stórútgerð. Sú litháíska hætti víst á búllunni skömmu eftir að þau kynntust og Búllmundur hefur enga trú á að það skýrist eingöngu af hreinleika ástarinnar. Halda áfram að lesa

Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni

Birtan í mér er að gera mig brjálaða. Ég veit ekki alveg hvaðan hún kom en dag nokkurn áttaði ég mig á því að ég deildi líkama með þessari miskunnarlausu persónu sem neyðir mig til þess að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Hún hefur angrað mig sérstaklega mikið undanfarið. Halda áfram að lesa