Klámvísa dagsins

Klámskáldið heillar mig.

Ég fer ekki fram á að fá að birta skúffuskáldskap sem hvergi hefur birst eða verið fluttur og er kannski ekki einu sinni fullunninn. Læt því nægja að sýna svörin mín þótt það gefi engan veginn nógu góða mynd af samræðum þegar aðeins önnur röddin heyrist. Hér er allavega klám dagsins:

Kallar hann mig stygga truntu?!?
Illa þekkir hann mig því stygg er ég ekki, öðru nær.
Þessi „trunta“ sem þú kallar, er svo vel tamin að hún talar jafnvel um sjálfa sig í þriðju persónu:

Og víst er hún þæg!
Svo þæg og þýð og hlýðin lítil hryssa.
Býður hún knapa blíðum sér að ríða
og ber á hægu brokki um fjöll og dali þokkafull og reist.

Ekki bítur hún og hrekkir, þessi fagra litla fylja
heldur bíður stillt og hlýðin bóndans boði
og lýtur í öllu köllum hans og vilja.
Slíkt skaplyndi skyldi hver knapi að verðleikum meta.

(Get kannski ekki lagt drengskap minn að veði fyrir sannleiksgildi
þessa ljóðs en vísa er ekki verri þótt hún sé login.)

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“date“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Best er að deila með því að afrita slóðina