Bréf til klámskáldsins

Hmmm … Ég verð að viðurkenna að þú ert rímsnillingur hinn mesti og það er svosem hægt að fyrirgefa ýmislegt út á hið listræna gildi, en finnst þér ekki fulllangt gengið að kalla mig hóru? Það er ekki beinlínis kurteisi þótt tillagan sé sett fram í bundnu máli og falli vel að bragarhættinum. En ok. spilum eftir þínum reglum:

Hvort sértu Vakri Skjóni eða vesæll dóni skal ég ei segja.
En skáld ertu víst
og þyrsti þig innblásinn hringhendu í eyra mér hrækja,
og örmunum krækja um mittið mitt mjóa
og lostmjúkum lófum strjúka um ungmeyjar yndi,
og unaðshroll kenna í hreðjum og lim, ég tíma þér fyndi.

Þá skyldi ég Skjóna þinn æfðum ljóðvörum leika
-og anda þinn örva.
Og láfuna bleika og mjúka í ljóði þér bjóða,
blauta og heita og góða,
ef byðirðu á móti borgun, feita og skjóta.

Svo gott og vel. Höfum þá þinn háttinn á, ef þú vilt endilega hitta mig, gerðu þá ráð fyrir útgjöldum í samræmi við þinn eigin subbutrant. Vændi er sjálfsagt ekki verra starf en hvað annað og ef út í það er farið væri ég rík kona í dag ef ég hefði tekið, þótt ekki væri nema 5000 kall í hvert sinn sem ég hef sýnt karlmanni ástúð og athygli án þess að fá nokkuð í staðinn. Því ekki alveg eins að fá greitt fyrir það? Var ekki Hafnarfjarðarhóran með milljón á mánuði? Ég gæti alveg hugsað mér slíkar tekjur.

Nú er bara næsta mál á dagskrá að ganga fyrir bankastjóra og slá svosem eins og hálfa milljón fyrir brjóstastækkun, augnpokaaðgerð og fitusogi. Og kannski flegnum kjól að hætti spákonunnar, í mínu númeri. Það er nefnilega eitthvað svo trist tilhugsun að vera gömul og sjúskuð hóra, með augnpoka og mörkögglarass og í alltof stórri bómullarpeysu af henni Sigrúnu Lárusar en sá er nú útgangurinn á mér í augnablikinu.

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“date“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Best er að deila með því að afrita slóðina