Klámvísa dagsins

Klámskáldið heillar mig.

Ég fer ekki fram á að fá að birta skúffuskáldskap sem hvergi hefur birst eða verið fluttur og er kannski ekki einu sinni fullunninn. Læt því nægja að sýna svörin mín þótt það gefi engan veginn nógu góða mynd af samræðum þegar aðeins önnur röddin heyrist. Hér er allavega klám dagsins: Halda áfram að lesa

Bréf til klámskáldsins

Hmmm … Ég verð að viðurkenna að þú ert rímsnillingur hinn mesti og það er svosem hægt að fyrirgefa ýmislegt út á hið listræna gildi, en finnst þér ekki fulllangt gengið að kalla mig hóru? Það er ekki beinlínis kurteisi þótt tillagan sé sett fram í bundnu máli og falli vel að bragarhættinum. En ok. spilum eftir þínum reglum: Halda áfram að lesa

Og dag nokkurn eignaðist hún ástpennavin

Mæómæ! Ég hitti skáld á netinu, við höfum bullast á í nokkra klukkutíma og nú er ég ástfangin. Það er reyndar ekki mikið að marka, ég verð svo ástfangin af öllum góðum ljóðskáldum að ég stend sjálfa mig að því að mæna á gamlar myndir af Einar Ben og Jóhanni Sigurjóns eins og smástelpa á poppgoð. Halda áfram að lesa