Kynlegar konur

Jæja. Þá er ég búin að taka fyrstu vaktina á Kynlegum konum. Það sem kemur mér mest á óvart er að ég er ekki elst. Það eru fleiri en ég sem viðurkenna að hafa logið til um aldur þegar þær sóttu um. Yana er tveimur árum eldri en ég og það var hún sem setti mig inn í starfið. Hún er búin að vera súludansari á Íslandi í tvö ár og bjó hér í nokkur ár á níunda áratugnum. Halda áfram að lesa

Aukavinna

Þá er það loksins staðfest að leigusalinn bjó í alvöru með litháískri súludansmey. Ég komst að því í dag þegar ég sótti um aukavinnu á „Kynlegum konum“ einu strippbúllunni hér uppi í Gólanhæðunum. Eða einu svo vitað sé, svo ég ljúgi nú engu. Búllmundur, eigandi staðarins, spurði hvar ég byggi. Þegar ég sagði honum það varð hann steinhissa og spurði hvort Fatlafólið væri kominn í stórútgerð. Sú litháíska hætti víst á búllunni skömmu eftir að þau kynntust og Búllmundur hefur enga trú á að það skýrist eingöngu af hreinleika ástarinnar. Halda áfram að lesa