Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar

Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í­ bí­ó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátí­­ðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þí­na og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín.

Eva: Mér leiðist bara samt.
Birta: Hvað viltu gera?
Eva: Spila scrabble.
Birta: Við getum spilað scrabble.
Eva: Mig langar að spila við einhvern með annan
heila, fáviti.
Birta: Spilaðu þá við systur þína.
Eva: Mig langar það bara ekkert sérstaklega.
Birta: Þú ert semsagt óhamingjusöm af því­ að Spúnkhildur ein og engin önnur manneskja í veröldinni hentar þér sem scrabblefélagi?
Eva: Ég nenni ekki að ræða þetta við þig. Þú skilur þetta ekki.
Birta: Þú ert svo mikill fýlupúki að ef þú værir indiáni værirðu kölluð Kekkjótt mjólk í kaffi.
Eva: Og þú værir kölluð Gjammandi tí­k.
Birta: I never promised you a rose garden.
Eva: Greyið mitt þegiðu.
Birta: Og hvert á ég svo að draga þig á morgun? Á upplestur? Eina kvikmyndina enn? Eða eigum við að hitta konuna sem hefur áhugamálið að leggja sig?
Eva: Mig langar frekar að hitta elskhugann sem átti ekki tíkall.
Birta: Alveg ertu ótrúleg manneskja. Viltu ekki líka bjóða Haffa að flytja inn eða prófa að taka e-pillu?
Eva: Satt að segja gæti ég bara vel hugsað mér að prófa e-pillu.
Birta: Við förum þá á upplestur.
Eva: Það er ekkert gaman. Nenni ekki að vera með í einhverju helvítis menningarleikriti.
Birta: Við förum semsé á upplestur.
Eva: Þú hlustar aldrei á mig.
Birta: Nei, ég ætla rétt að vona að ég sé hætt þeirri vitleysu fyrir fullt og allt.
Eva: Þurfum við þá endilega að fara á þennan upplestur?
Birta: Já.
Eva: Ókei þá, þú ræður hvort sem er öllu. Belja.