Kandidat óskast í hlutverk úlfsins

Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa

Óbærilegur léttleiki

Plastlíf mitt rís og það hnígur þótt ég trúi ekki almennilega á matrixið.

Ég var andvaka í nótt. Horfði á myrkrið breytast í bláma og blámann í birtu. Og fannst ég vera til. Ekki bara sem persóna í þeim sýndarveruleikaraunsæissrólpleileik sem ég hef spunnið í kringum furðufuglana í lífi mínu, ekki sem hver annar firringarbloggari, heldur sem raunveruleg, lifandi manneskja.

Óbærilegur léttleiki tilverunnar verður ponkulítið minna óbærilegur þegar ég opna tölvupóstinn minn þessa dagana.

Systir mín æðruleysinginn

Systir mín æðruleysinginn er veruleikafirrt. Ég heimsótti hana í dag og þarna sat hún í sínu græna og appelsínugula eldhúsi, syngjandi kát, rétt eins og ekkert í veröldinni væri skemmtilegra en að vinna erfiða vaktavinnu 70 stundir á viku fyrir skít og kanel og koma svo heim til að hugsa um 5 óþekktargrísi og dýragarð, auk þess að skúra, skrúbba, bóna og jafnvel mála hús sem er svo illa farið að það hangir nánast saman af gömlum vana. Halda áfram að lesa

Dylgjudagar framundan?

Dylgjur hafa aldrei verið mín sterka hlið. Ég veit ekki hvort það er orsök eða afleiðing en mér líkar ekki vel við sjálfa mig þegar ég reyni að beita þeim. Það sama á við um daður enda er þetta tvennt náskylt. Daður og dylgjur fara mér best í bundnu máli, í daglegum samskiptum vil ég helst að fólk viti nokkurn veginn hvar það hefur mig og komi eins hreint fram við mig og mögulegt er. Halda áfram að lesa

Laugardagur til leiða, sunnudagur hið sama

Síðasta rós sumarsins búin að fella krónuna. Hún stóð lengur en ég átti von á. Mun lengur.

Hef einu sinni séð Spúnkhildi bregða fyrir eftir að hún flutti út. Hún svarar hvorki heimasíma né gemsa, þrátt fyrir ítrekuð sms og talhólfsskilaboð. Kannski skemmtikrafturinn sé í rauninni úlfur í sauðargæru, haldinn satanískum hálskeðjulosta og hafi hlekkjað hana við rúmið? Halda áfram að lesa

Sonur minn Byltingamaðurinn

Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu. Halda áfram að lesa

Hvunndags

Meistarinn minn dýrkaði og dáði er víst hrjáður af krabbameini, sumir segja dauðvona. Mig langar að hitta hann einu sinni áður en hann deyr en maður hringir ekki í fólk sem maður hefur ekki séð í 10 ár og segir „Ég frétti að þú værir að deyja, má ég koma og kveðja þig?“ Svoleiðis gerir maður bara ekki, ekki einu sinni þótt maður sé galinn. Halda áfram að lesa

Blíða

Blíða kom í heimsókn í gær.

Böggmundur, fyrrum ástmögur hennar hefur í frammi líflátshótanir. Er tilbúinn til að þyrma henni að því tilskildu að hún hitti ekki aðra en þá sem hann hefur engar áhyggjur að að reyni við hana (sumsé móður hans og systur), haldi sig heima á síðkvöldum eins og góðri húsmóður sæmi og láti honum eftir eignirnar en taki á sig skuldirnar sjálf án múðurs. Ég held ekki að hann drepi hana en í hennar sporum myndi ég allavega hætta að svara símanum.

Hver tók ostinn minn?

-Ég verð að losna úr þessari vinnu, sagði Farfuglinn. Ég hef óbeit á því hvernig er komið fram við starfsfólkið. Þetta ágæta fólk, þetta stórfína fólk sem hefur helgað fyrirtækinu stóran hluta lífs síns, unnið af fullkomnum heilindum fyrir skítalaunum og alltaf treyst fyrirtækinu. Svo þegar á að skipta konunum út fyrir yngri og sætari stelpur og losa fyrirtækið við karla sem vita alveg hvað þeir eru að gera en hafa kannski ekki skírteini upp á það, hvað heldurðu að fyrirtækið geri þá til að gefa þessu fólki séns? Ég skal segja þér það; Halda áfram að lesa

Ef maður sé ekki heilagur þá sé maður kannski bara galinn?

Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni var ekki að kveðja mig þegar hann skilaði bréfinu. Kannski les ég of mörg tákn út úr hversdagslegum atvikum. Slíkt ku vera háttur heilagra manna og geðsjúklinga og ég velti því fyrir mér hvorum hópnum ég tilheyri. Ég er náttúrulega galin en það eru flestir heilagir menn (og konur) líka. Hins vegar er ekki endilega víst að allir rugludallar séu heilagir. Halda áfram að lesa

Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar

Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í­ bí­ó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátí­­ðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þí­na og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín. Halda áfram að lesa