Mér líður feitt

Mér líður feitt.  Samt hef ég ekki þyngst. Er reyndar grennri en ég var í júní.

Suma daga finnst mér að sálin í mér sé rassinn á einni af feitu konunum hans Saudeks. Kannski það standi í sambandi við svartholið. Kannski er appelsínuhúð innan í svartholinu. Reyndar er nú líklegra að það sé mygluskán. Myglu líður nefnilega vel í myrkri. Mér líður ekki vel í myrkri. Þ.a.l. er ég ekki mygluskán. Og heldur ekki í tilvistarkreppu, þunglyndi eða hrjáð af lágu sjálfsmati.

Mér líður feitt, það er allt og sumt. Og það er ágætt því þá geri ég eitthvað í því og þá verð ég aldrei feit. Allavega ekki eins kekkjótt og konurnar á myndum Saudeks.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina