Mér er sennilega ekki ætlað að vera kúl

Samkvæmt quizilla hentar mér best að klæðast sem Rauðhetta litla í næsta hrekkjavökupartýi. Það finnst mér ekki kúlt. Ég var með eitthvað í líkingu við Rokkí horror krípin í huga.

Þar sem ekki stendur til að taka upp útlenska tyllidaga á mínu heimili geri ég ekki ráð fyrir að þetta verði vandamál, en ef ég neyðist einhverntíma til að fara í hrekkjavökugalla, verður það sko ekki Rauðhetta litla. Ekki nema frambærilegur úlfur verði með í partýinu. Lítið fútt í partýi þar sem allt er krökkt af veiðimönnum en enginn úlfur. Allavega ef maður er svona mikil Rauðhetta í eðli sínu.

Best er að deila með því að afrita slóðina