Sá geðþekki gengur um eins og tillitssemin holdtekin. Hann læðist inn, ofur varlega til að vekja engan. Kannski býr hann í blokk og þá gætir hann þess að leggja útihurðina varlega að stöfum. Þegar hann kemur inn til sín fer hann inn í barnaherbergið og horfir á börnin sín sofa. Það er svona tilfiningaþrungið andartak en samt ekki væmið. Svona sena sem maður getur alltaf horft á aftur, þótt það sé í sápuóperu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: 2. hluti Tímavillti Víkingurinn
Pólína
Pólína sest við tölvuna í setustofunni og skrifar systur sinni>
Mér líður ekki beinlínis illa, þannig séð. Launin eru hærri en heima en allt virðist bara vera svo miklu miklu dýrara að stundum efast ég um að þetta borgi sig. Ég nefndi það einu sinni við fólkið sem vinnur með mér. Þau urðu mjög hissa og sögðu að ég gæti áreiðanlega fengið fleiri vaktir ef ég væri blönk. Það er einhvernveginn svarið við öllu hér. Bara vinna af sér rassgatið og þá verður allt í fína. Halda áfram að lesa
Keikó
Keikó þrammar út um bakdyr veitingahússins, syngjandi kátur og minnir helst á stóran, glaðan bangsa. Hann kemur snemma heim og skverar kærustuna með sama fyrirgangi og allt annað sem hann kemur nálægt. Svo steikir hann hamborgara og treður honum í sig í hendingskasti. Halda áfram að lesa
Fastagesturinn
Mér finnst eitthvað notalegt við að hafa heimagang í eldhúsinu. Þ.e.a.s. einn heimagang, Ég þyldi ekki að hafa margt óviðkomandi fólk yfir mér en það gleður mig alltaf svolítið að sjá fastagestinn, jafnvel þótt ættfræðiárátta hans fari í taugarnar á mér. Halda áfram að lesa
Eftir vinnu
Þegar ég er að vinna hugsa ég stundum um það hvað þeir sem eru í fríi séu að gera. Og þegar ég fer heim á kvöldin velti ég því fyrir mér hvað þau sem eru að vinna með mér geri þegar þau koma heim. Þar sem flest þeirra fara heim mun seinna en ég sjálf er rökrétt að álykta að þau sparki af sér skónum, hálfdrattist undir sturtuna og þaðan í bælið. En ég sé alltaf fyrir mér að það hljóti að vera allt öðruvísi. Halda áfram að lesa
Missed call
Missed call á símanum mínum þegar ég lauk vinnu í gærkvöld. Hringt frá veitingahúsi í Reykjavík. Ég held ég viti hver var að reyna að ná í mig en hversvegna notaði hann ekki gemsann sinn? Ef ég hefði símanúmerið hans, myndi ég þá hringja, bara til að tékka á því hvort hann hefði verið að reyna að ná í mig? Hvað myndi ég þá segja? Halda áfram að lesa
Ekki mætti Hótelstjórinn
Ekki mætti Hótelstjórinn til hýðingar í morgun. Var enn ekki kominn þegar ég lauk skúringunum, uppstríluð í leðurdress og með þennan líka fína písk. Litli kokkadrengurinn Keikó varð fyrir nettu áfalli þegar hann kom á staðinn og mætti mér í leðurmúnderingunni. Ég lét hann að vísu vita í gærkvöldi að ég hikaði ekki við að beita fólk andlegu ofbeldi ef það léti ekki að stjórn en mig grunar að hann hafi efast um að ég ætii hundaól til að temja strákkjána ef þeir gera sig breiða við eldhússstúlkurnar. Halda áfram að lesa
Vitringurinn
-Eva, heldurðu að geti verið að ég sé vitur? sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
Ég virti hann fyrir mér og mátaði í huganum síðskegg á lukkutröllsandlit hans.
-Ég meina ekki svona gáfaður eða klár. Ég hef náttúrulega aldrei verið góður í stærðfræði eða neitt …
-Ég veit hvað þú átt við, sagði ég og reyndi að sjá fyrir mér telpulegan líkama hans í klæðum Gandálfs. Halda áfram að lesa
Fyrirhuguð hýðing
Ég er foxill út í Hótelstjórann.
Í fyrsta lagi fyrir að hleypa þessu sataníska menntaskólaballi í húsið, í öðru lagi fyrir að ráða ekki fleira fólk til starfa á þessháttar kvöldi og í þriðja lagi af því að mér finnst heppilegt, til að hrella ekki fleiri en nauðsynlegt er, að taka alla reiði mína gagnvart mannkyninu, Bandaríkjaforseta og guðdómnum út á einum og sama manngarminum. Auk þess er hann karlmaður og það eitt nægir mér alveg til þess að skamma hann. Halda áfram að lesa
Hvað má það kosta?
Samkvæmt öllum lögmálum ætti líf mitt að vera fullkomið. Ég veit nefnilega nákvæmlega hvað ég vil og ég veit líka hvað það má kosta. Ríkustu og hamingjusömustu menn í heimi hafa gefið þessa uppskrift og ég lærði hana á barnsaldri. Hvað viltu? Hvað má það kosta? Bara vera með þetta tvennt á hreinu og þar með á að vera einfalt að svara lykilspurningunni; hvað ætlarðu að gera til þess að fá það sem þú vilt? Flestir svara aldrei síðustu spurningunni af því þeir klikka á öðru hvoru grundvallaratriðinu en ekki ég, óneiónei, ég er nefnilega með þetta allt saman á hreinu. Halda áfram að lesa
Af góðgirni hótelstjórans
Hótelstjórinn er sannkallað góðmenni, ekki síst þegar í hlut eiga einhleypar konur illa haldnar af samræðisfýsn. Undanfarna daga hefur hann lagt sig í líma við að bjarga mér frá eymd minni og einstæðingsskap með því að kynna fyrir mér hverja silkihúfuna á fætur annarri. Í dag bauð hann mér 3 karlmenn og geri Fangóría betur! Halda áfram að lesa
Kynferðisleg áreitni á vinnustað
Í kvöld bar svo við að Kynþokkaknippið neyddist til að flýja kynferðislega áreitni eins fastagestanna. Viðkomandi sorapoki er nýbúi, nánar tiltekið Tailendingur, kvenkyns að sjálfsögðu (því þótt vissulega megi finna illa skeindar sóðajússur, bornar og barnfæddar á Fróni, eru fáar þeirra svo herfilegar að þurfi að flytja inn útlendinga til að sinna þeim). Kvensnipt þessi hefur að mér skilst stefnt að því um nokkurt skeið að táldraga kynþokkaknippið. Lái henni hver sem vill en halló, maðurinn er frátekinn. Halda áfram að lesa
Kannski svona?
Kaupsamningur í höfn en ég finn ekki fyrir neinni sérstakri hamingju. Samt er í búðin fín, fékk m.a.s. sérfræðing til að taka hana út og hann staðfesti að allt væri í toppstandi. Fæ afhent 1. des. sem er líka kostur. Þurfti ekkert að vinna í gærkvöldi og morguninn var skítléttur en samt er ég einhvernveginn dauðþreytt og andlaus, allt að því döpur. Langar ekki einu sinni að hitta neinn. Halda áfram að lesa
Hitti Fangóríu
Hitti Fangóríu á kaffihúsi í dag. Hún ætlar að kynna mig fyrir fríðum flokki eigulegra karlmanna svo nú þarf ég að reyna að hugsa upp 3 þrautir til að fækka í úrtakinu.
Blóð mitt argar á phenylethylamin og það eru hreinlega takmörk fyrir því hversu miklu súkkulaði hægt að gúlla í sig án þess að veikjast.
Völin og kvölin
Laugardagskvöld. Ég í fríi. Gnægð kynþokkafullra karlmanna úti á lífinu en ég nenni ómögulega að vaxbera á mér fótleggina, hvað þá að fara inn á skemmtistað. Halda áfram að lesa
Ég ætla að verða popphóra
Fyrir nokkrum vikum hitti ég gamlan skólafélaga. Syrgði Húsasmiðinn en var líka spæld yfir því að hafa ekki lengur tónlistarsnilling innan seilingar.
-Iss, hann er hvort sem er ekkert frægur, sagði félaginn. Hann sagðist alveg vita hvað ég þyrfti að gera til að fá tekjur af kvæðagerð. Halda áfram að lesa
Hugleiðing handa tannkremssala
Tannkremssalinn er búinn að fræða mig heilmikið um það hvernig maður eigi að láta drauma sína rætast. Er með allt um markmiðssetningu og jákvæða mötun undirmeðvitundarinnar á hreinu.
-Og ert þú að gera það sem þú ætlaðir þér alltaf? spurði ég.
Hann sagðist vera að stefna að því. Og á sér svo stóra drauma að hann segir ekki einu sinni frá þeim.
-Af því að ég ætla ekkert að láta annað fólk segja mér hvað ég get og hvað ekki, sagði hann. Halda áfram að lesa
Gjöf
Sá geðþekki færði mér að gjöf lítið kver með rímuðum gátum eftir Sveinbjörn Beinteinsson. Það gladdi mig ákaflega mikið og ég varð svo hissa að ég vissi ekki almennilega hvernig ég átti að vera.
Búin að opna bloggið aftur
Þegar tiltekin kvensnipt gerðist svo víðáttuvitlaus að vísa til bloggsíðu með því virðulega nafni „reykvísk sápuópera“ sem heimildar um einkalíf eins þess karakters sem kemur fyrir í sögunni, ákvað ég að taka sápuna út af netinu um tíma. Nú ætla ég að setja hana inn aftur með réttum dagsetningum. Halda áfram að lesa
Leið
-Mig vantar félagsskap! kveinaði ég.
-Ég er hér, sagði sonur minn Fatfríður.
-Elskan, þú ert einn af mínum allra bestu vinum en í augnablikinu vantar mig vinkonu, þú veist stelpu, og Spúnkhildur er í einhverju satanísku afmæli og Sigrún stendur í húsaviðgerðum. Halda áfram að lesa