Búin að opna bloggið aftur

Þegar tiltekin kvensnipt gerðist svo víðáttuvitlaus að vísa til bloggsíðu með því virðulega nafni „reykvísk sápuópera“ sem heimildar um einkalíf eins þess karakters sem kemur fyrir í sögunni, ákvað ég að taka sápuna út af netinu um tíma. Nú ætla ég að setja hana inn aftur með réttum dagsetningum.

Að vísu hef ég læst nokkrum færslum og man bara ekki lykilorðið en ég hendi þeim inn um leið og það rifjast upp.

(Uppfært löngu síðar: Sápuóperan var semsagt notuð gegn þáverandi sambýlismanni mínum í umgengnisdeilu. Átti víst að sanna það að maðurinn væri vanhæfur faðir fyrst hann byggi með svo fjöllyndri konu (ég átti að hafa lýst „nánum kynnum“ við fjölda manna en þess var ekki getið að þeir bólfélagar og kærastar sem ég nefndi til sögunnar spönnuðu 20 ára tímabil hvað þá að framsetningin, sem á köflum er í meira lagi ævintýraleg, væri talin vísbending um að þarna væri fært í stílinn.) Lykilorðið rifjaðist aldrei upp. Þessar læstu færslur eru sennilega að eilífu glataðar.)

Best er að deila með því að afrita slóðina