Gjöf

Sá geðþekki færði mér að gjöf lítið kver með rímuðum gátum eftir Sveinbjörn Beinteinsson. Það gladdi mig ákaflega mikið og ég varð svo hissa að ég vissi ekki almennilega hvernig ég átti að vera.

Ég skal veðja öllu súkkulaði sem til er á heimilinu upp á það að þessi maður gleymir aldrei afmælisdögum og man hvað fólkið sem var honum samtíða í framhaldsskóla heitir og hvað það á marga hesta. Ég gæti best trúað að hann hafi beinlínis gaman af vinnunni sinni í þokkabót. Það þyrfti að klóna fólk eins og hann til að vinna á elliheimilum og sjúkrahúsum. Sonur minn Fatfríður vakti með mér fram á nótt við að ráða gáturnar. Það var gaman.

Í gærkvöld kom líka í ljós að Bruggarinn hefur gaman af krossgátum. Ég varð svo uppnumin að það hvarflaði að mér að tæla hann inn í búr og flengríða honum. En það hefði náttúrlega verið fáránlegt. Maður ríður ekki einhverjum bara af því hann hefur gaman af orðaleikjum og auk þess vorum við á vakt og nóg annað að gera. Ég ætla hinsvegar að fá hann til að spila scrabble við mig fljótlega. Það er svona rökréttara.

Best er að deila með því að afrita slóðina