Eftir vinnu

Þegar ég er að vinna hugsa ég stundum um það hvað þeir sem eru í fríi séu að gera. Og þegar ég fer heim á kvöldin velti ég því fyrir mér hvað þau sem eru að vinna með mér geri þegar þau koma heim. Þar sem flest þeirra fara heim mun seinna en ég sjálf er rökrétt að álykta að þau sparki af sér skónum, hálfdrattist undir sturtuna og þaðan í bælið. En ég sé alltaf fyrir mér að það hljóti að vera allt öðruvísi.

Ókosturinn við svona dagbókarsápu er sá að í alvöru sápuóperu er alltaf skyggnst inn í líf margra persóna en maður getur eiginlega ekki leyft sér að blogga um einkalíf vina og ættingja jafnvel þótt það sé athyglisvert. En maður getur auðvitað ímyndað sér helling. Ég hugsa stundum um það hvort fólkið í lífi mínu geri sér grein fyrir því að ég er í raun ekki ekta, heldur bara skáldsagnapersóna og hvort það kæmi illa við þau að átta sig á því að það sama gildir um þau.

Ég veit ekki mikið um fólkið sem vinnur með mér. Ég býst við að ég gæti
komist að ýmsu með því að hlusta betur því fólk talar alltaf hvert um annað, það er bara mannlegt eðli. Ég legg mig hinsvegar ekki eftir slúðri. Ekki af því að ég sé á eitthvað hærra plani en meðaljóninn eða neitt í þá veruna, heldur af því að slúður kemst yfirleitt ekkert nær raunveruleikanum en það sem ég sjálf ímynda mér. Ef ég væri að skrifa alvöru sápuóperu myndi ég fyrst reyna að móta megindrætti fyrir líf og karakter hvers og eins. Kannski í þessa veru:

Best er að deila með því að afrita slóðina