Kaupsamningur í höfn en ég finn ekki fyrir neinni sérstakri hamingju. Samt er í búðin fín, fékk m.a.s. sérfræðing til að taka hana út og hann staðfesti að allt væri í toppstandi. Fæ afhent 1. des. sem er líka kostur. Þurfti ekkert að vinna í gærkvöldi og morguninn var skítléttur en samt er ég einhvernveginn dauðþreytt og andlaus, allt að því döpur. Langar ekki einu sinni að hitta neinn.
Kannski er það svona sem karlmönnum líður eftir góðan drátt. Mér hefur alltaf fundist undarlegt hvað menn geta verið dauðyflislegir einmitt þegar ég sjálf er syngjandi kát og finnst ekkert rökréttara en að drífa mig á fætur og baka pönnukökur, skrifa sonnettu og spila scrabble. Kannski er það bara spennufallið sem fer svona með þá. Hlýtur að vera hryllilegt að vera karlmaður ef þeim líður eins og þeir hafi undirritað kaupsamning í hvert sinn sem þeir eru með konu. Ef svo er gæti það skýrt ótta þeirr við skuldbindingar. Ég yrði allavega fljót að láta sauma fyrir ef ég þyrfti að undirrita kaupsamning í hvert sinn sem ég *** (hef verið beðin að gæta mín í orðavali en get ómögulega fellt mið orðalagið „að láta giljast“, nota því bara *** til að komast hjá því að særa blygðunarkennd minna siðprúðu lesenda).
Nú vil ég að þessu kennaraverkfalli fari að ljúka. sonur minn hefur eytt meiri tíma í bælinu en á fótum síðan hann kom úr sveitinni og með þessu áframhaldi endar með því að ég þarf að gera átak í uppeldismálum. Nenni engan veginn að takast á við það til hliðar við allt annað.