Keikó

Keikó þrammar út um bakdyr veitingahússins, syngjandi kátur og minnir helst á stóran, glaðan bangsa. Hann kemur snemma heim og skverar kærustuna með sama fyrirgangi og allt annað sem hann kemur nálægt. Svo steikir hann hamborgara og treður honum í sig í hendingskasti.

Á meðan kærastan lýkur við sinn hamborgara gerir hann við blöndunginn í bílnum, skúrar stigaganginn, hringir í mömmu sína og hnoðar pizzudeig fyrir morgundaginn. Hann sáldrar hveiti út um allt eldhús og gleymir ostinum á borðinu en ef kærastan verður fúl, passar hann sig í heila viku á eftir. Hann er nefnilega góður strákur.

Best er að deila með því að afrita slóðina