Ekki mætti Hótelstjórinn

Ekki mætti Hótelstjórinn til hýðingar í morgun. Var enn ekki kominn þegar ég lauk skúringunum, uppstríluð í leðurdress og með þennan líka fína písk. Litli kokkadrengurinn Keikó varð fyrir nettu áfalli þegar hann kom á staðinn og mætti mér í leðurmúnderingunni. Ég lét hann að vísu vita í gærkvöldi að ég hikaði ekki við að beita fólk andlegu ofbeldi ef það léti ekki að stjórn en mig grunar að hann hafi efast um að ég ætii hundaól til að temja strákkjána ef þeir gera sig breiða við eldhússstúlkurnar. Halda áfram að lesa

Fyrirhuguð hýðing

Ég er foxill út í Hótelstjórann.

Í fyrsta lagi fyrir að hleypa þessu sataníska menntaskólaballi í húsið, í öðru lagi fyrir að ráða ekki fleira fólk til starfa á þessháttar kvöldi og í þriðja lagi af því að mér finnst heppilegt, til að hrella ekki fleiri en nauðsynlegt er, að taka alla reiði mína gagnvart mannkyninu, Bandaríkjaforseta og guðdómnum út á einum og sama manngarminum. Auk þess er hann karlmaður og það eitt nægir mér alveg til þess að skamma hann. Halda áfram að lesa