Upplýst ákvörðun

Tók, gangstætt heilbrigðri skynsemi, upplýsta ákvörðun að forfæra tiltekinn ungan mann í kvöld. Tafðist þar sem sonur minn námshrossið þurfti að láta lesa yfir fyrir sig ritgerð. Ætlaði samt að halda planinu þótt væri framorðið þegar lestrinum lauk. Fann þá ekki símanúmerið. Býst ekki við að hann sé í skránni en veit heldur ekki föðurnafnið eða heimilisfangið. Halda áfram að lesa

Punktur

Kennaraverkfall brostið á aftur. Æææææææææææ! Og hvert leitar hún þá til að fá gæslu fyrir barnið? Að sjálfsögðu til einhvers sem væri vís með að útvega parketnagla í leiðinni. Snjallt að láta gemlinginn gista. Gæti vakið djúpstæðari kenndir en löngun til að skjótast í Húsasmiðjuna eftir parketnöglum. Halda áfram að lesa

Deit í kvöld

Jæja stelpur, allar að krossa fingur fyrir Evu. Ég er að fara að hitta mann í kvöld. Veit ekki mikið um hann en hann er allavega sætur, a.m.k. á mynd. Á 3 börn sem er mikill kostur og það sem meira er, þau eru hjá honum, allavega í kvöld. Ég er ekki ennþá búin að spyrja hann hvort það sé bara tilviljun að hann sé með þau í miðri viku eða hvort þau búi hjá honum. Halda áfram að lesa

tja

-Það gengur fjöllunum hærra að þið Bruggarinn séuð nánast orðin par, sagði Spengilfríður þegar ég mætti í vinnuna í kvöld.
-Já, ég hef heyrt það líka en það reyndist bara hin mesta lygi, svaraði ég.
-Mér finnst að þið ættuð að gera alvöru úr því, það er kominn tími á að eitthvað gerist í ástamálum á þessum vinnustað, sagði hún. Halda áfram að lesa

Vonbiðlar prinsessunnar

Samanlagður aldur umsækjenda reyndist 118 ár eða svo hélt ég í fyrstu. Nú er ég hinsvega búin að fá staðfest að annar þeirra laug til um aldur, er 10 árum eldri en hann sagði mér. Meðalaldur aðdáenda minna er sumsé 64 ára. Það er náttúrulega ekki að marka því annar þeirra er aðeins 55. Lítil, falleg ullarhúfa sat í salnum þegar ég kom og gjóaði á mig augum en gaf sig ekki að mér. Halda áfram að lesa

Þá er komið að því

Þá er nú bara komið að því að Eva verði sér úti um eigulegan mann. Eða í versta falli frambærilegan bólfélaga. Eftir nokkra klukkutíma, nánar tiltekið kl. 14:00 í dag, mun ég taka á móti vonbiðlum mínum á kaffiteríu Perlunnar. Að vísu var dálítið vesen að finna miðavél (svo menn geti tekið númer) en það hafðist á endanum og ég er búin að finna 3 þrautir sem umsækjendum í hvorum flokki (bólfélagaflokki og kærastaflokki) verður uppálagt að leysa. Halda áfram að lesa

Í lausu lofti

Líf mitt er einhvernveginn ekkert.

Ég er í allt of dýru bráðabirgðahúsnæði, sef með Byltingunni og Sykurrófunni í herbergi. Það stendur til bóta því ég fæ íbúðina mína afhenta um mánaðamótin en á meðan þetta ástand varir get ég ekki boðið fólki heim og mér líður ekki eins og ég sé heima hjá mér.

Ég er í bráðabirgðavinnu. Mér líður að vísu vel þar en launin duga fjölskyldunni ekki til framfærslu nema með ofboðslegri yfirvinnu. Hef mig samt ekki í að sækja um eitthvað almennilegt og langar ekki einu sinni til þess. „Hvað ertu eiginlega að gera hér, manneskja með alla þessa menntun?“ spyr samstarfsfólk mitt forviða og ég get ekki útskýrt hvað er að því ég skil það ekki sjálf.

Ég er makalaus, á ekki einu sinni fastan bólfélaga. Sef hjá Rikka af og til en það er ekkert meira og engin regla á því. Dauðlangar í mann en makaleit mín hefur verið frekar ómarkviss hingað til. Er reyndar enganveginn tilbúin í sambúð enn en mig vantar kærasta. Einhvern sem er meira en bólfélagi.

Ég hef ekki skrifað neitt nema dagbók lengi og er ekki að gera neitt uppbyggilegt.

Ég verð að taka mig saman í andlitinu og gera eitthvað við líf mitt. Bara verð.

Í hvaða rúmi?

Í vinnunni var ég spurð í þaula um skemmtanalíf mitt á föstudagskvöldinu. Þýðingarmiklar augngotur milli kokkanna og Þokka fylgdu og ég var farin að hallast að því að einhver hefði séð þegar ég steig inn í leigubílinn með Ástþóri Magnússyni undir morgun. Í örstuttri pásu króguðu Þokki og kokkarnir mig svo af í eldhússkróknum. Halda áfram að lesa