Upplýst ákvörðun

Tók, gangstætt heilbrigðri skynsemi, upplýsta ákvörðun að forfæra tiltekinn ungan mann í kvöld. Tafðist þar sem sonur minn námshrossið þurfti að láta lesa yfir fyrir sig ritgerð. Ætlaði samt að halda planinu þótt væri framorðið þegar lestrinum lauk. Fann þá ekki símanúmerið. Býst ekki við að hann sé í skránni en veit heldur ekki föðurnafnið eða heimilisfangið. Hugsaði sem svo að ef ég hefði verulegan áhuga hefði ég líklega geymt símanúmerið og/eða kynnt mér fullt nafn mannsins. Var samt nógu ákveðin (eða heitir það kannski nógu örvæntingarfull?) til að leita að því. Leitaði á báðum rökréttu stöðunum en fann það ekki. Hefði getað spurt a.m.k. tvo en fannst ekki viðeigandi að óviðkomandi vissu um áhuga minn á undan honum. Þarf að fá mér heimabanka, maður fær víst ekki aðgang að þjóðskrá öðruvísi.

Var annars að átta mig á því að strákur sem ég vann með fyrir nokkrum árum, ágætur félagi minn og gullfallegur í þokkabót er á lausu (af skiljanlegum ástæðum) og er að velta fyrir mér möguleikanum á að hringja í hann. Veit að það er út úr kú að klína plástri á söknuð en ég kann engin töfratrix og sit líklega uppi með þá boðflennu hvort sem er.

Best er að deila með því að afrita slóðina