Prófíll

Er búin að sjá þennan lista á grilljón bloggsíðum og ákvað að afrita hann. Lesendur mínir eru orðnir svo vanir því að ég sé spes að ég verð af og til að gera eitthvað klisjukennt til að koma á óvart.

-ever had a song written about you? – Já, en höf. hefur samt aldrei viðurkennt það. Hélt því fram að það væri bara tilviljun að hann notaði Eva-Eva-Eva sem texta.

-what song makes you cry? – To be grateful með íslenska textanum um káta krakkagemlinginn. Ég verð yfirkomin af sorg yfir því að slík smekkleysa skuli vera lögleg.

-what song makes you happy? – Fílahirðirinn frá Súrín eftir Megas. Ef jafnvel afdankaður róni þekkir tilfinninguna „mér fannst stundum eins og þú jafnvel elskaðir mig svolítið, allavega gafstu það sem þú áttir“ þá hlýtur það að vera sam-mannleg kennd. Segir mér að ég er ekki nærri eins geðveik og mér finnst ég vera og það er bara þó nokkuð gleðilegt.

-Sleppi útlitslýsingu, hún segir svo lítið hvort sem er.

-what are you wearing? – Bjánaleg spurning. Flestum finnst meira spennandi að fá að vita hverju ég klæðist ekki.

-what song are you listening to? – Í augnablikinu nýt ég þagnarinnar. Reikna með að neyðast til að hlusta á gítaræfingar, æfingadisk Ólafs Gauks og feitu konuna hans Ladda auk tilrauna tónlistarsnillings fjölskyldunnar til að spila það lag á gítar, í allt kvöld.

-What taste is in your mouth? – Kaffi og smint, eins og venjulega.

-what´s the weather like? – Hrmpffh, haldið´i að ég sé einhver veðurstofa eða hvað? Lítið út um gluggann fávitar.

-how are you? – I feel pretty and witty and gay, þrátt fyrir allt.

-get motion sickness? – jamm en leggst ekki í rúmið.

-have a bad habit? – Nei. Allavega ekkert sem ég lít á sem ósið. Ef ég hefði eitthvað slíkt vendi ég mig af því. Má vera að einhver annar líti á eitthvað sem ég geri sem slæman ávana en hef ekki fengið formlegar kvartanir.

-get along with your parents? – Jájá. Móðir mín er náttúrulega óttalegur tragedíurúnkari og mér fannst það pirrandi einu sinni en ég læt það ekki ergja mig lengur. Hún vill svo vel.

-like to drive? – Nei alls ekki. Ekki á höfuðborgarsvæðinu allavega. (Einhverjir hálfvitar búnir að drita niður ljósum og biðskyldumerkjum út um allt svo maður kemst ekkert áfram.) Ég vil samt gjarnan vera við stýrið annarsstaðar en í bínum.

boyfriend- Nei. Hef stefnt að því að verða mér úti um einn slíkan í 14 ár en ekkert komið út úr því nema rugluhalar sem hafa stoppað rétt nógu lengi til að leggja mig í tilfinningalega rúst. Og svo tollheimtumaðurinn auðvitað en ég var vond við hann.

girlfriend – Nei en ef þið vitið um góða og skemmtilega konu sem vill þrífa og baka heima hjá mér, sjá um bókhaldið, búa til jólakort, fara í Bónus og koma einhverri næringu (annarri en súkkulaðikexi) ofan í unglinginn minn þegar ég er að vinna á kvöldin, gæti ég kannski látið mig hafa það að sofa hjá henni í staðinn.

children? – Nei. Mínir eru orðnir stórir og sá yngri ekkert smá móðgaður ef maður notar orðið barn. Unglingur er umberanlegt þegar ég tala við ömmu hans en sjálfur heldur hann því fram að hann sé „karlmaður“.

had a hard time getting over somone? – já já já og svei mér þá. Reynslan er þolinmóður kennari, kemur alltaf með sama verkefnið aftur.

been hurt? – já en það er ekkert til að væla yfir, bara hluti af lífinu.

If you were a crayon what color would you be? – Ég yrði mjög fúl ef ég ætti alltaf að vera eins á litinn. Held samt að rautt lýsi mér best.

what makes you happy? – Jóhannes úr Kötlum, Halldór Laxness, Einar Ben, Einar Már, Stefán Hörður Grímsson o.s.frv, ljóð almennt. Strákarnir mínir, Spúnkhildur, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni, systir mín hin æðrulausa, peningar, gott kelirí, gott fólk, fyndið fólk, meiri peningar, fyndnir bólfélagar, falleg tónlist, leikhús (bæði að sjá og taka þátt)matarboð með skemmtilegu fólki (félagsskapurinn mikilvægari en maturinn), góðir skór, góð rúmdýna, heit sturta, súkkulaði, og bara allskonar gott í veröldinni.

whats the next cd you’re gonna get? – Ekkert planað, kaupi slíkt eingöngu hvatrænt ef ég rekst af tilviljun á eitthvað sem heillar mig. Langar t.d. í gömlu Bob Dylan en leita þá ekki uppi.

seven things in your room? – Pappakassar(hef ekki haft fyrir því að taka upp úr kössum enda að flytja um mánaðamótin og búin að vera í samfelldu flutningsástandi allt of lengi)lóðbolti, orðabækur, tölva, scrabble, trimformtæki og nærbuxur af fyrri konu húsasmiðsins (ég ákvað að halda upp á þær til að minna mig á að verða aldrei aftur ástfangin af manni með pakka)

seven things to do before you die… -Verða þjóðskáld. Halda upp á það að hafa verið í föstu sambandi í eitt ár (óraunhæft að gera meiri kröfur). Verða amma en hafa samt áfram fimmta sætasta rass í heimi. Horfa á sólarupprás í Afríku með drengnum sem fyllir æðar mínar af endorfíni. Vinna Íslandsmeistaramótið í tíkarskrafli. Prófa e-pillu (svona 3 klst áður). Finna leið til að láta osta æxlast (svo ég þurfi ekki alltaf að vera að leita að nýjum).

top seven things you say the most… -Ekkert mál, ég skal redda því. Ég ætla ekki að ræða þetta frekar. Ef þér líkar ekki við sjálfa(n) þig geturðu ekki vænst þess að aðrir fíli þig heldur. Viltu loka að þér á meðan þú æfir þig á gítarinn Darri minn. Ég veit að það er mikilvægt Haukur minn en ég ætla samt ekki í mótmælagöngu/ á byltingarfund/ ganga í anarkistafélagið. Veistu hvað ég elska þig mikið? Mér kemur ekkert við hvort það er hægt eða ekki, ég geri það sem mér bara sýnist.

do you…

smoke? – Nei. Ég hef alltaf ætlað að byrja en hef bara aldrei haft efni á því.
do drugs? – Nei en dópleysið hefur samt ekkert hindrað mig í því að klúðra lífi mínu.
pray? – Nei, ég gef guðdómnum skipanir og það virðist hafa mun meiri áhrif en bænahjal.
have a job? – Já en ég stefni á að hætta að gera nokkuð annað en það sem mig langar til.
attend church? – Nei.

have you ever…

been in love? – Já og það lagast sko ekki af sjálfu sér.

had a medical emergency? -Var hætt komin þegar strákarnir fæddust, annars alltaf verið stálslegin.

had surgery? – Já nokkrum sinnum, en bara minniháttar aðgerðir og ekkert drama.

swam in the dark? – Er illa synd en oft svamlað í vatni í myrkri.

been to a bonfire? – Jájá, alls konar galdrabrennur.

got drunk? – Já en það fer mér ekki vel.

ran away from home? – Ekki í strangasta skilningi.

played strip poker? – Já en bara við elskhuga mína, aldrei í hóp.

gotten beat up? – Nei en vinkonur mínar hárreyttu mig einu sinni þegar ég var 8 ára.

beaten someone up?- Beitti hnefanum stundum á systur mína þegar við vorum krakkar en hún átti það skilið og samkvæmt nýlegum dómi er ekkert svo slæmt að berja þá sem hafa unnið til þess.

been onstage? – já. Það er gaman.

pulled an all nighter? – Já en ég er dagvera svo ég púlla frekar á daginn.

been on radio or tv? – Hvorttveggja. Samt er ég ekkert fræg. Skrýtið.

been in a mosh pit? – Nei, hrædd um að troðast undir. Lenti einu sinni í gólfinu á Stuðmannaballi í Valaskjálf og hefði sennilega stórslasast ef ókunnugur maður hefði ekki fleygt sér yfir mig og rutt frá mér pinnahælum þar til mér tókst að standa upp.

do you have any gay or lesbian friends? – Þekki nokkra kynvillinga en á ekki náinn vin með í þeim hópi. Á hins vegar einn laumu-klæðskipting.

describe your…

first kiss – Gamla vist í Þelamerkurskóla. Kom algerlega á óvart. Fannst gólfið ganga í bylgjum og var ekki með sjálfri mér næsta dag. Hef enn ekki upplifað annan eins koss, eða neitt annað sem hefur haft viðlíka áhrif á hormónastarfsemi mína.

wallet – Úttroðið af kassakvittunum, bókasafnsskírteinum, ljósritunarkortum, nafnspjöldum og gömlum lottómiðum. Ég yrði fljótlega forrík kona ef ég fengi 5000 kall fyrir hvern óþarfa pappír sem ég treð í veskið mitt. En söfnunarárátta mín nær heldur ekki lengra.

coffee – Já takk. Sykurlaust með mjólk. Má vera sólsprottið, nýmalað hágæðakaffi, staðinn Bragi úr 40 bolla könnu eða neskaffi frá deginum áður, upphitað í örbylgjuofni. Hver sagði oj? Mér finnst vont kaffi gott, gott kaffi betra og mikið kaffi best. Ekkert jafnast á við kaffi með súkkulaðimola. Nema hugsanlega, og þá bara hugsanlega góður dráttur.

shoes – Góðir. Þægilegir. Mega vera fallegir en ekki á kostnað gæðanna. Fer ekki á pinnahæla nema spari spari og geng aldrei á slíkum útbúnaði lengur en 20 mín í einu. Þegar ég verð 83ja ára man enginn hvernig skóm ég gekk á árið 2004, nema fæturnir á mér.

cologne –Ekki enn búin að finna mitt uppáhalds.

in the last 24 hours you have…

cried – Nei. Það stendur reyndar til en þetta hefur verið svo kátur dagur að mestu leyti að ég ekki gefið mér tíma til þess ennþá. Dríf í því núna á eftir.

bought anything – Bara mat. Annars þýðir eiginlega ekkert að vera að versla. Það er alveg sama hvað maður ber heim af mat, það er bara allt étið.

gotten sick – Ældi smávegis þegar ég fékk staðfest að rottan væri fastagestur hérna.

sang – Já, það gerist ósjálfrátt, svona eins og að sjúga upp í nefið.

been kissed – Nei.

felt stupid – Nei, mér finnst ég bara frekar klár þessa dagana.

talked to an ex – Já.

talked to someone you have a crush on – Nei, ég er bara ekki skotin í neinum, því miður.

missed someone – Sakna húsasmiðsins. Ekkert grátbólgin yfir því samt. Hef margra ára þjálfun í tilgangslausum söknuði svo ég höndla það ágætlega.

hugged someone – Já, son minn, en svo mundi hann allt í einu að hann er 15 ára og sleit sig lausan með tilheyrandi urri.

Best er að deila með því að afrita slóðina