To be grateful

Til er fólk sem er manni endalaus uppspretta þakklætis. Fólk sem gerir lífið auðveldara og skemmtilegra.

T.d.

  • Kokkar sem fara óbeðnir út með ruslið.
  • Þjónar sem hreinsa diskana svo vel að vaskurinn stíflast ekki.
  • Samstarfsfólk sem hleypur í skarðið ef maður þarf að losna snemma.
  • Verkþegar sem borga um leið og þeir fá vöruna afhenta.
  • Synir sem aldrei gefa manni tilefni til að vantreysta þeim.
  • Foreldrar sem hringja bara til að athuga hvort maður þurfi á aðstoð að halda.
  • Vinir sem koma á stefnumótum.
  • Systkini sem skrifa bréf ef maður er leiðinlegur í síma, allt til að halda sambandi.
  • Afgreiðslufólk sem brosir í einlægni.
  • Blogglesendur sem kaupa ljóðabók eftir manneskju sem þeir þekkja ekkert.

Ekki að furða þótt ég hafi ekki þörf fyrir Guð. Hvaða verkefnum ætti hann svosem að sinna?