Spörfugl

Til er fólk sem samkvæmt öllum lögmálum ætti að vera krónískir geðsjúklingar, haldnir einkennilegu samkrulli af siðblindu, ofsóknaræði, þráhyggju, þunglyndi og veruleikafirringu, en reynist samt vera mun heilbrigðara en meðalmaðurinn. Það er áreiðanlega ekki algengt en ég er samt svo heppin að hafa kynnst nokkrum slíkum. Það er ómetanlegt. Halda áfram að lesa

Inn að kviku

Ég ólst upp við stöðuga flutninga og er rótlaus eftir því. Ég hef ekki haldið sambandi við neina bernskuvini og ekki kynntist í raun engum í Flensborgarskóla. Var bara með kærastanum og vingaðist jú við vini hans. Ég var um tvítugt þegar ég hitti Kela fyrst en kynntist honum ekki almennilega fyrr en árið 1991. Við urðum perluvinir og hann er sá vina minna sem ég hef þekkt lengst. Lengst af höfum við búið í sitthvorum landshlutanum en nú búum við bæði í Reykjavík og höfum hist nokkuð oft síðasta árið. Halda áfram að lesa

Matrix

Nú er ég búin að gera 6 tilraunir til að horfa á Matrix og mér finnst hún ennþá leiðinleg. Ég kemst dálítið lengra í hvert sinn, áður en ég sofna en ég er enn ekki búin að sjá endinn. Þessi mynd ætti að vekja áhuga minn en hún gerir það ekki. Kannski vegna þess að ég trúi því ekki að tilbúin persóna komist út úr blekkingunni og inn í raunveruleikann. Halda áfram að lesa

Brjóstfríður

Hann hringdi í mig drafandi fullur og auðvitað fór ég til hans. Síminn hans hringdi í sífellu en hann vildi ekki svara. Sagði þetta vera snarruglaða konu sem hann hefði hitt á djamminu um síðustu helgi og hann nennti ekki að tala við. Vildi samt ekki slökkva á símanum fyrr en kl 12 því dyrasíminn er bilaður og það var mögulegt að barnsmóðir hans kæmi að sækja eitthvað sem börnin vantaði.  Halda áfram að lesa

Frumdrög að túlkunarlykli með dæmigerðum karlmanni

Tveggja áratuga rannsóknir mínar á karlkyninu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því að stundum skil ég ekki karlmenn, er ekki sú að ég sé svona treg, heldur sú að karlar gera ekkert minni kröfur til þess en konur að aðrir lesi hugsanir þeirra. Tregða þeirra til að orða hlutina beint kemur bara dálítið öðruvísi út og kemur fram á öðrum sviðum. Halda áfram að lesa

Var ég að kveðja hann?

Var ég að kveðja hann? Líklega. Ég hef saknað hans undanfarið og þegar svo er komið er ekki um annað að ræða. Hann fann það held ég. Fann eitthvað allavega. Hann bað mig ekki að vera lengur eins og venjulega. Þvert á móti rauk hann fram úr, sagðist verða að komast út, til að fá sér kaffi. Ekki „eigum við að fara út og fá okkur kaffi“, heldur „ég er eitthvað svo órólegur, ég verð að komast út“. Halda áfram að lesa

Á hjara veraldar

Og samt sem áður fórum við á heimsenda.

Það var einhver misskilningur í mér að bátsferðir væru ekki daglega. Eftir að hafa sjört fra Sjöbenhavn í gegnum smálenskar myndskreytingar Astrid Lindgrenbókanna, tókum við ferju á stærð við 2 Herjólfa yfir á stærri eyna og þaðan aðra ferju, alla leið á hjara veraldar. Halda áfram að lesa

Á útleið

Þá er það ákveðið, eftir nokkra klukkutíma stíg ég upp í flugvél ásamt manni sem ég hef þekkt í 40 mínútur. Það er ekki víst að við komumst alla leið á heimsenda því bátsferðir þangað eru ekki í boði daglega og ég verð að koma heim aftur á mánudaginn til að sinna vinnunni og strákunum. Ég gisti allavega í mynd úr einhverri af bókum Astrid Lindgren og maðurinn sem á kalksteinshús á hjara veraldarinnar segist ekki ætlast til þess að ég sofi hjá honum. Halda áfram að lesa

Óvænt heimboð

Maðurinn í Perlunni rekur ferðamannaþjónustufyrirtæki á hjara veraldar. Hann starfar að hluta til á Íslandi en er að fara út í fyrramálið og bauð mér að koma með sér. Mig dauðlangar að þiggja boðið en ég geri ráð fyrir að flestum þætti það galið. Fólki fannst nógu galið af mér að fara með Birni til Spánar í fyrrasumar. Ég þekkti Björn svosem ekki sérlega vel en þó nógu vel til að vera viss um að hann myndi aldrei gera mér neitt og aldrei beita mig þrýstingi til neins sem ég vildi ekki. Þetta er svolítið öðruvísi. Halda áfram að lesa

KVETCH

Ég hitti fortíðardrauginn aftur í kvöld og við fórum í Borgarleikhúsið og sáum KVETCH. Tilviljun? Ég held ekki. Geðsjúklingar og trúaðir sjá merkingartengsl í nánast öllum atburðum, hversu ómerkilegir sem þeir eru. Allt sem gerist felur í sér dýpri merkingu; endurspeglun á veruleikanum eða skilaboð, ýmist frá öðru fólki eða æðri máttarvöldum. Ég er hvorki trúuð né geðbiluð (þó sennilega ívið nær því) en ég sé svona merkingartengsl líka. Munurinn er sá að ég kýs að gera það. Mér finnst það einfaldlega flott. Halda áfram að lesa

Hættur farinn?

Ofbauð þér? Er það þessvegna sem þú lést þig hverfa? Fannst þér ég ganga of langt? Well, I never promised you a rose-garden. Nú skal ég segja þér dálítið og þú ættir að lesa þetta tvisvar og taka glósur, ví að lífið er ekki stór, mjúkur bómullarhnoðri og þú gætir orðið fyrir einhverju svipuðu aftur. Halda áfram að lesa

Clouds in my coffee

Elskan. Þú ofmetur gáfur mínar. Ég er ekki eins og klár og ég lít út fyrir að vera og alls ekki nógu klár til að taka þetta furðulega útspil til mín. Einhver á nefnilega að taka það til sín er það ekki? Án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér, af því að það væri beinlínis heimskulegt af nokkrum manni að taka það til sín. Halda áfram að lesa