Maðurinn með svörin

Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið.  En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa

Betri tíð

Það er engu líkara en að heppnin hafi ákveðið að leggja mig í einelti.

Fyrst lendi ég í vinnu hjá manni sem á einmitt leiguíbúð sem hentar mér, á frábærum stað. Svo fæ ég brilliant hugmynd um það hvernig ég get auglýst bókina mína með lágmarks vinnu, lágmarks kostnaði og án þess að þurfa að leika sölumann. Halda áfram að lesa

Hæ hó jibbýjei

Vörður laganna er loksins búinn að vígja hátíðabúninginn. Hann tók þriðjudaginn í að máta gallann, prófa flautuna og ákveða nákvæma staðsetningu húfunnar með hallamáli og gráðuboga. Generalprufan var í gær en þá æfði hann sig í að marsera yfir eldhússgólfið með húfu, flautu og allt galleríið. Hann er orðinn svo þjálfaður í Gestapósvipnum að ég hugsa að hann vinni keppnina „Bjartasta von sérsveitarinnar“ sem Björn Bjarnason mun auglýsa á næstunni. Halda áfram að lesa

Óvænt heimboð

Maðurinn í Perlunni rekur ferðamannaþjónustufyrirtæki á hjara veraldar. Hann starfar að hluta til á Íslandi en er að fara út í fyrramálið og bauð mér að koma með sér. Mig dauðlangar að þiggja boðið en ég geri ráð fyrir að flestum þætti það galið. Fólki fannst nógu galið af mér að fara með Birni til Spánar í fyrrasumar. Ég þekkti Björn svosem ekki sérlega vel en þó nógu vel til að vera viss um að hann myndi aldrei gera mér neitt og aldrei beita mig þrýstingi til neins sem ég vildi ekki. Þetta er svolítið öðruvísi. Halda áfram að lesa

Burðarjálkabálkur

Mínir blíðlyndu burðarjálkar, Sjarmaknippið hið eldra og Týndi hlekkurinn, eru í kaupstaðarferð. Þeir ætluðu að gista í nótt en létu svo ekkert sjá sig, sjálfsagt endað á fylliríi og kvennafari og er það vel. Vonir standa til að fóstursonur minn löggæsluhetjan flytji inn til mín um áramótin og vænti ég þess að ég sjái þá hina jálkana tvo og helst fríða sveit áhangenda mun oftar en síðustu árin. Halda áfram að lesa

Firring

Að drengjunum mínum frátöldum er engin manneskja í veröldinni sem ég elska meira en systir mín dýravinurinn. Hún er að vísu galin en hefur þó getað lifað með því hingað til og hún er svo mikið yndi að ég þekki enga manneskju sem er jafn erfitt að vera reiður við. En nú held ég að hún hljóti endanlega að vera að missa glóruna. Hugmynd hennar um að kenna köttunum og kjúklingunum að leika sér fallega saman er ekki hugsuð sem djók, henni er alvara! Halda áfram að lesa

Bréf frá systur minni hinni æðrulausu

Halló stóra systir!!

Það er ótrúlegt hvað allir eru önnum kafnir í vinnu þegar ég er í fríi og í stuði til að spjalla. Ég er búin að læra og læra og er að fíla þetta í tætlur. Núna er minn æðsti draumur að verða svo rík að ég geti leyft mér að vera eingöngu í skóla. Það er þvílíkur munur að vera bara í vaktarvinnu á Kumbaravogi. Halda áfram að lesa

Kandidat óskast í hlutverk úlfsins

Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa

Systir mín æðruleysinginn

Systir mín æðruleysinginn er veruleikafirrt. Ég heimsótti hana í dag og þarna sat hún í sínu græna og appelsínugula eldhúsi, syngjandi kát, rétt eins og ekkert í veröldinni væri skemmtilegra en að vinna erfiða vaktavinnu 70 stundir á viku fyrir skít og kanel og koma svo heim til að hugsa um 5 óþekktargrísi og dýragarð, auk þess að skúra, skrúbba, bóna og jafnvel mála hús sem er svo illa farið að það hangir nánast saman af gömlum vana. Halda áfram að lesa

Blíða

Blíða kom í heimsókn í gær.

Böggmundur, fyrrum ástmögur hennar hefur í frammi líflátshótanir. Er tilbúinn til að þyrma henni að því tilskildu að hún hitti ekki aðra en þá sem hann hefur engar áhyggjur að að reyni við hana (sumsé móður hans og systur), haldi sig heima á síðkvöldum eins og góðri húsmóður sæmi og láti honum eftir eignirnar en taki á sig skuldirnar sjálf án múðurs. Ég held ekki að hann drepi hana en í hennar sporum myndi ég allavega hætta að svara símanum.

Farfuglar koma alltaf aftur

Farfuglinn hringdi í mig í gærkvöld og bauð mér í heimsókn. Honum var dálítið niðrí fyrir en það er þó hvorki fyllirí né kvennafar sem er að plaga hann núna. Eitthvað er að angra hann en hann gerir sér líklega ekki grein fyrir því sjálfur. Sýndi verulega góðan leik í hlutverki manns sem er í þokkalegu jafnvægi og veit nokkurnveginn hvað hann vill. Halda áfram að lesa

Spákonan sem talar tungumál ástarinnar

Ég hef óendanlega gaman af spákonunni. Hún heldur því fram að ég sé svo forpokuð af siðsemi að gula ljósið nái ekki niður í klofið á mér. Ég sagði henni að í einu af mínum fyrri lífum hefði ég verið indiánakonan Ýlandi Dræsa og að köllun mín í þessu lífi væri sú að bæta fyrir frumbyggjahórlífið með guðsótta og góðum siðum. Hún svaraði því með því að „hjúpa mig með rauðu ljósi“ sem á víst að opna einhverjar orkustöðvar og gera mig móttækilega fyrir ást og ástríðum. Halda áfram að lesa