Röksemdafærsla trúboðans

Ég held að trúboðinn sé búinn að gefast upp á mér. Hann skrifaði mér tölvupóst fyrir nokkrum vikum oog reyndi að sannfæra mig um tilvist almættisins. Helstu rökin eru þau að einhver hljóti að hafa skapað heiminn. Þar sem ég geti ekki útskýrt hvernig heimurinn varð til, hljóti ég að fallast á tilvist Guðs. Halda áfram að lesa

Rúnt

Skáldjöfurinn vinur minn er kominn í bæinn.

Fólk utan af landi gerir sér oft litla grein fyrir vegalengdum á höfuðborgarsvæðinu og heimsókn utan af landi getur kostað mann æði marga klukkutíma á akstri. Maður sækir einhvern á flugvöllinn, viðkomandi er á leiðinni upp í Grafarvog en biður mann aðeins og koma við í Hafnarfirði í leiðinni. Hann þarf nefnilega endilega að koma til skila sokknum sem Bjarni frændi hans gleymdi hjá ömmu Ingunni síðast þegar hann var fyrir vestan. Halda áfram að lesa