Röksemdafærsla trúboðans

Ég held að trúboðinn sé búinn að gefast upp á mér. Hann skrifaði mér tölvupóst fyrir nokkrum vikum oog reyndi að sannfæra mig um tilvist almættisins. Helstu rökin eru þau að einhver hljóti að hafa skapað heiminn. Þar sem ég geti ekki útskýrt hvernig heimurinn varð til, hljóti ég að fallast á tilvist Guðs.

Við höfum skipst á bréfum nánast daglega, vikum saman og ég er margbúin að segja honum að ég viti ekki hvernig heimurinn varð til og sé alveg sátt við þá fáfræði, enda hafi ég ekki enga þekkingu á stjarneðlisfræði. Viti raunar heldur ekki hvað í ósköpunum hafi orðið af hringnum sem amma gaf mér, en telji hvarf hans þó ekki sönnun fyrir tilvist álfa. Hann hefur ekki skrifað mér í 5-6 daga svo sennilega er hann kominn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki tímans virði að reyna að frelsa mig.

Ég hef gaman af svona þrætum þar til maður er kominn í hring, þá fara þær að verða þreytandi.

Best er að deila með því að afrita slóðina