Haffi hringdi í mig hvað eftir annað um helgina. Ekki samt drukkinn, heldur á meðan hann var ennþá í vinnunni. Hafði ekkert að segja, sagðist bara langa að heyra í mér röddina. Ég held að hann hafi smá sektarkennd yfir því að hafa stefnt tveimur konum heim í einu um síðustu helgi. Það var ekki beinlínis þægileg upplifun að vakna með Brjóstfríði á rúmstokknum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: 1. hluti Gólanhæðir
Æ þessi laugardagskvöld
Gísli Marteinn í sjónvarpinu. Drottinn minn dýri, að þeim hjá Ríkisútvarpinu skuli detta í hug að bjóða manni upp á þennan smeðjulega, síflissandi karltáning, hvert einasta laugardagskvöld. Og að þjóðin skuli velja þetta „sjónvarpsmann ársins“, hvílík smekkleysa, ég segi ekki meir. Halda áfram að lesa
Púsl
Kvikmyndakvöld hjá Kela. Ég fell jafn illa í þann hóp og alla aðra.
Er hætt þessu Háskólabrölti. Ég ætlaði hvort sem er aldrei að taka prófin, Fór þangað fyrst og fremst til að leita mér að félagsskap við hæfi en annaðhvort er Árnagarður á annarri bylgjulengd núna en fyrir 10 árum eða ég sjálf, sem er nú kannski líklegra. Halda áfram að lesa
Ilmur
Ég heimsótti félaga minn í gærkvöldi því hann þurfti að kynna mér smá verkefni sem hann vill fá mig til að vinna með sér. Það var kalt inni hjá honum svo hann lánaði mér peysu. Það var strákalykt af henni og mig langaði að grúfa andlitið niður í hana og andvarpa. En svoleiðis gerir maður ekki fyrir framan annað fólk. Allavega ekki fyrir framan eiganda peysunnar. Allavega ekki ef hann á konu. Eða unnustu eins og hann kallar hana. Halda áfram að lesa
Í alvöru
Rakst á gamlan bólfélaga af tilviljun í dag. Hann spurði hvað væri að frétta og ég benti honum á að allt fréttnæmt (og einnig það sem ekki er í frásögur færandi) væri að finna á blogginu. Ég skrifaði slóðina á miða og hann horfði á mig opinmynntur. Halda áfram að lesa
Bréf til Gvuðs
Góðan daginn Gvuð minn góður og vonandi svafstu betur en ég í nótt.
Þetta eru góðir dagar Drottinn minn dýri. Að vísu vantar nokkuð upp á að ég eigi fyrir útgjöldum mánaðarins, hver bókaútgefandinn á fætur öðrum segir mér að fara í rass og rófu, af hinnu ágætustu kurteisi þó og fyrrum ástmögur minn heldur ennþá að vinsamleg ábending mín til hans um að fara í rass og rófu hafi í raun verið dulvituð ósk um athafnir af sódómskum toga. Samt er ég sæl. Halda áfram að lesa
Bæn dagsins
Komdu nú sæll Guð minn góður og takk fyrir síðast.
Fyrst ég rakst á þig svona af tilviljun ætla ég að nota tækifærið til að koma smá erindi á framfæri. Heldurðu að þú sjáir þér ekki fært, svona í ljósi almættis þíns, að útvega mér nóga peninga til að breyta því sem ég vil ekki sætta mig við, kjark til að finna nýjar leiðir til að eignast ennþá meiri peninga og vit til að halda kjafti yfir því hvaðan allir þessir peningar koma?
Burðarjálkabálkur
Mínir blíðlyndu burðarjálkar, Sjarmaknippið hið eldra og Týndi hlekkurinn, eru í kaupstaðarferð. Þeir ætluðu að gista í nótt en létu svo ekkert sjá sig, sjálfsagt endað á fylliríi og kvennafari og er það vel. Vonir standa til að fóstursonur minn löggæsluhetjan flytji inn til mín um áramótin og vænti ég þess að ég sjái þá hina jálkana tvo og helst fríða sveit áhangenda mun oftar en síðustu árin. Halda áfram að lesa
Tíkarskrafl
Blíða reynist vera ágætur skraflfélagi. Í kvöld spiluðum við tíkarskrafl. Það er spilað á sama hátt og venjulegt skrafl að öðru leyti en því að ef maður (kona) getur búið til orð sem er sannarlega lýsandi fyrir skítlegt eðli síns fyrrum ektamaka, þá fær hún 10 tíkarstig fyrir það. Þetta er hentugt að því leyti að með þessu móti öðlast orð eins og asni og auli, viðunandi verðgildi. Halda áfram að lesa
Ó það er svo þroskandi að eiga fyrrverandi maka
Ég efast um að nokkur manneskja hafi gert mér jafn mikið gott og elskulegur barnsfaðir minn. Í hvert sinn sem ég er orðin svo örvæntingarfull af karlmannsleysi að ég að því komin að kasta mér í fangið á næsta rugludalli sem birtist, kemur eitthvað upp á sem minnir mig svo rækilega á það hvers vegna ég skildi við hann að allir sambúðarórar mínir hjaðna eins og froða á flóaðri mjólk. Halda áfram að lesa
Firring
Að drengjunum mínum frátöldum er engin manneskja í veröldinni sem ég elska meira en systir mín dýravinurinn. Hún er að vísu galin en hefur þó getað lifað með því hingað til og hún er svo mikið yndi að ég þekki enga manneskju sem er jafn erfitt að vera reiður við. En nú held ég að hún hljóti endanlega að vera að missa glóruna. Hugmynd hennar um að kenna köttunum og kjúklingunum að leika sér fallega saman er ekki hugsuð sem djók, henni er alvara! Halda áfram að lesa
Oj!
Mikið lifandi skelfing finnst mér mannlegt eðli ógeðslegt á köflum. Hvað annað en taumlaus illgirni getur valdið vinsældum allra þessara svokölluðu raunveruleika sjónvarpsþátta sem hafa það að markmiði að valda sem mestri geðshræringu, skömm og niðurlægingu, áhorfendum til gleði? Halda áfram að lesa
Athafnamaðurinn sem hélt að hamingjan væri fólgin í trausti
Ég vil fá greitt fyrirfram, sagði ég.
-Er það eitthvað nýtt hjá þér?
-Ég hef einu sinni þurft að rukka þig og mér leiðist að rukka.
-Treystirðu mér ekki?
-Hef ég einhverja sérstaka ástæðu til þess?
-Ég ætla nú ekki að reyna að sálgreina þig en ég held að þú verðir ekki hamingjusöm fyrr en þú lærir að treysta fólki. Ekki bara í fjármálum meina ég, heldur líka tilfinningalega, sagði athafnamaðurinn. Ég hló. Halda áfram að lesa
Bréf frá systur minni hinni æðrulausu
Halló stóra systir!!
Það er ótrúlegt hvað allir eru önnum kafnir í vinnu þegar ég er í fríi og í stuði til að spjalla. Ég er búin að læra og læra og er að fíla þetta í tætlur. Núna er minn æðsti draumur að verða svo rík að ég geti leyft mér að vera eingöngu í skóla. Það er þvílíkur munur að vera bara í vaktarvinnu á Kumbaravogi. Halda áfram að lesa
Blautur draumur
Mig dreymdi í nótt.
Ég man drauma mjög sjaldan enda er yfirleitt lítið samhengi í draumum mínum. Oftast eru þeir bara einhver óreiðukennd sýra en hvort það á að tákna sálarástand mitt eða kassann með heimilisbókhaldinu veit ég ekki. Það furðulega er að mig dreymdi manninn sem mig langar svo til að giftast en hann kom líka við sögu í síðasta heillega draumi sem ég man eftir. Hvað sem það á nú að tákna. Halda áfram að lesa
Dauðaórar
Sonur minn náttúrudýrkandinn á sér þann draum að deyja í kjafti krókódíls. Honum finnst eitthvað svo göfugt við dauðdaga sem kemur einhverjum, í þessu tilviki krókódílnum, að gagni. Hann er sannfærður um að jafnvel þótt slíkur dauðdagi sé skelfilegur og sársaukafullur, myndi hann ekki taka því persónulega þótt hann yrði étinn því slíkur er gangur náttúrunnar. Halda áfram að lesa
Leónóra
Leónóra er þeirrar einlægu skoðunar að hinn byltingasinnaði frændi hennar sé í hæsta máta varhugaverður, gott ef ekki hið mesta illmenni á köflum. Í dag ásakaði hún hann um að hafa stolið snuðinu sínu. Samt er engu líkara en að hún sé eilítið skotin í honum líka, allavega spurði hún hvað eftir annað um hann um helgina. Halda áfram að lesa
Rifnaði upp í kviku
Ég braut nögl í dag og það er líklega merkasti atburður dagsins. Ég hef aldrei áður náð því að hafa fallegar neglur svona lengi. Í raun er samt langt síðan ég tók eftir hárfínni sprungu í annarri þumalfingursnöglinni þannig að ég átti svosem von á þessu. Sprungan lengdist smámsaman og gliðnaði en ég vildi ekki klippa nöglina því rifan var nálægt kvikunni og ég vonaði að nöglin yxi fram um hálfan millimetra áður en hún brotnaði alveg. Svo rifnaði hún í kvöld, laust eftir fréttir og það var óþægilegt en mér blæddi ekki. Halda áfram að lesa
Söngur Freðýsunnar 3. þáttur
Allt hefur sinn tíma minn kæri. Þú rífur hvorki né rýfur freðýsu úr roðinu og þíðir hvorki né þýðir þér við hjarta, án þessað eiga á hættu kalskemmdir. En ef þú bara tekur hana úr frystinum, þá þiðnar hún sjálf. Og það eina sem þú þarft að gera er að bíða. Þér þarf samt ekki að leiðast því meðan þú bíður skal ég segja þér sögur, eina á hverri nóttu, þessa nótt og næstu 1000 ef þú kærir þig um. Hér er sú fyrsta:
Tveir kostir og hvárgi góður
Þegar Spúnkhildur flutti út gerði ég alvöru úr þeirri ákvörðun að hætta að einangra mig. Síðan hef ég fengið það staðfest að næstum allir sem ég þekki reykja. Það angraði mig ekki áður fyrr en síðustu árin hef ég þolað reykingar verr og verr og nú er svo komið að ég verð einfaldlega fárveik af reyk frá 4-5 sígarettum. Halda áfram að lesa