Tíkarskrafl

Blíða reynist vera ágætur skraflfélagi. Í kvöld spiluðum við tíkarskrafl. Það er spilað á sama hátt og venjulegt skrafl að öðru leyti en því að ef maður (kona) getur búið til orð sem er sannarlega lýsandi fyrir skítlegt eðli síns fyrrum ektamaka, þá fær hún 10 tíkarstig fyrir það. Þetta er hentugt að því leyti að með þessu móti öðlast orð eins og asni og auli, viðunandi verðgildi.

Það er engum vafa undirorpið að skrafl eykur bæði orðaforða og hugmyndaflug. Af afrekum kvöldsins er ég ánægðust með orðið „dekurvingull“, ekki bara af því ég kom því á þrefalt orðgildi, heldur vegna þess að það lýsir MimmaSan flestum orðum betur. Blíða valdi Böggmundi m.a. orðin rotta og ógeðsauli og í ljósi hryðjuböggs vikunnar get ég ekki annað en fallist á að þau lýsi honum bara prýðilega.

Best er að deila með því að afrita slóðina