Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir

staðganga
Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem þær ráða ekki við, álíta margir, bæði karlar og konur, að okkur konum sé alls ekki treystandi til að taka ákvarðanir sem varða líf okkar og líkama. Halda áfram að lesa

Er kynjakerfið til?

humor

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst:

Skyggnulýsing 3a
Skyggnulýsing 2
Skyggnulýsing 1
Fánaberar fávísinnar
Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Halda áfram að lesa

Vinstri handar villan

barnagirnd

Á fyrri hluta 20. aldar stóðu barnakennarar frammi fyrir erfiðu vandamáli. Sum börnin þráuðust við að læra rétt vinnubrögð. Þau höfðu óeðlilega tilhneigingu til að skrifa og teikna með vinstri hendinni. Skýringin á þessu var ekki einber óþekkt, þau virtust hreinlega ekki ráða við þetta. Halda áfram að lesa

Lögmundur og Langholtsskóli

215a4d49b3dd8e32a338b3e66e466f9b

Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir óæskilegar stjórnmálaskoðanir eða niðurlægjandi húmor. Halda áfram að lesa

Þessvegna þarf kynjakvóta í Gettu betur

15810555-cartoon-red-hairy-monster-300x300Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna?

Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; „ég skapaði skrímsli“. Strákamenning er „skrímsli“. Halda áfram að lesa

Áhrif kröfunnar um öfuga sönnunarbyrði

m-s-l-podal-v-sud-na-prezidentaÍ þessum pistli talaði ég m.a. um kröfu feminista um öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum. Sannleikurinn er sá að krafan um öfuga sönnunarbyrði er ekki fölnað laufblað heldur gróskumikið illgresi sem hefur haft áhrif út í samfélagið og skulu hér nefnd tvö dæmi: Halda áfram að lesa