Hugleiðingar um kynferðislega áreitni – Gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson

Baráttan fyrir mannréttindum og réttlæti er eins og pendúll. Krafturinn sem þurfti til að sveifla pendúlnum í rétta átt sendir hann lengra en þörf var á. Óréttlæti er upprætt, en hættan er sú að við förum fram úr okkur. Halda áfram að lesa

Thoughts on sexual harassment – A Guest Post by Þorkell Ágúst Óttarsson

A Guest Post by Thorkell Ágúst Óttarsson

A fight for justice and human rights is like a pendulum. The force that was needed to move the pendulum will take it further than was needed. An injustice is being corrected but there is a danger that we will lose our way and the pendulum will swing too far.

I have a daughter who has experienced incredible behavior from men she did not know and who were old enough to be her father. Everything from a boss at her work driving her to a hotel in another town (I got her away from there in time) to strangers who rubbed his genitals up to her while on a buss. So I know as a father, a brother, a son, a friend, and as a human being how terrible sexual harassment can be and how hard it can be for some to deal with it. It was about time we did something about this. But there is a danger that we will throw out the baby with the bathwater. Here are the warning signs I see:

Halda áfram að lesa

Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.

pye-jakobsson-2014-688x451

Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið

Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa

Ekki ein af strákunum heldur stelpan í hópnum

soffia
Soffía Anna Sveinsdóttir tók stúdentspróf af félagsvísindabraut. Ekki af því að hún hefði sérstakan áhuga á félagsgreinum, heldur af því að hún átti erfitt með stærðfræði. Að loknu stúdentsprófi bjuggust vinir hennar og vandamenn við að hún færi í íslenskunám. Það kom því flestum á óvart þegar hún hóf þess í stað nám í pípulögnum. Halda áfram að lesa

Swingið hefur bætt sambandið

swing

Þegar orðið framhjáhald er nefnt er kynlíf utan sambands eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þó er til fólk sem telur ekki neikvætt að deila maka sínum með öðrum. Bjarni og Sara eru á fimmtugsaldri og eiga að baki 16 ára hjónaband. Þau fluttust frá Íslandi fyrir 5 árum og á nýja staðnum kynntust þau því sem kallað er “swing”, það er að segja, þau hafa makaskipti og taka þátt í hópmökum. Halda áfram að lesa

Þegar mamma man ekki hverjum hún hefur sofið hjá – um réttarstöðu rangfeðraðra og ófeðraðra barna

mamma-man-ekki

Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Það er að vísu ekki einfalt að framfylgja þeim lögum ef foreldrið vill ekkert með barnið hafa en barnið ætti þó, samkvæmt anda laganna, í það minnsta að fá að vita hverjir foreldrarnir eru. Ættleidd börn eiga lagalegan rétt á að fá upplýsingar um kynforeldra sína þegar þau ná 18 ára aldri en kjörforeldrum ber auk þess að upplýsa þau um að þau séu ættleidd, helst ekki síðar en um 6 ára aldur. Halda áfram að lesa

Heimsókn til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar

upplýsingar
Því er ennþá haldið fram sem staðreynd að það sé nánast útilokað að fá kynferðisbrota- menn sakfellda. Að allt að 80% mála sé vísað frá, og enda þótt mál fari fyrir dóm séu fáir sakfelldir, að lítið tillit sé tekið til andlegra áverka brotaþola og margar konur veigri sér við að kæra þar sem þær gangi í gegnum aðra nauðgun af hálfu réttarkerfisins. Halda áfram að lesa