Nú er verið að slaka á kröfum um líkamlegt atgervi slökkviliðmanna. Af fréttinni að dæma er það ekki gert af því að þörfin fyrir líkamsstyrk og úthald hafi minnkað. Nei, það á að leiðrétta ruglið sem hlaust af þeirri arfavitlausu stefnu að bjóða upp á kynjamismunun í nafni kynjajafnréttis. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.
Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið
Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa
Umfjöllun um staðgöngumæðrun afvegaleidd
Síðasta fimmtudagskvöld fjallaði Kastljósið um staðgöngumæðrun. Í tengslum við þá umfjöllun var birt viðtal við konu sem gaf barn til ættleiðingar. Saga Guðlaugar Elísabetar Ólafsdótur er átakanleg og allir hljóta að finna til samúðar með konu sem gefur frá sér barn og sér eftir því. Halda áfram að lesa
Tæknifrjóvgun, mismunun og réttur barnsins
Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun á Íslandi eiga að skila inn vottorði um samþykki maka, hvort sem makinn er karl eða kona. Það er skilyrði fyrir því að makinn verði skráður foreldri barnsins. Eðlilegast væri að sömu reglur giltu þegar tæknifrjóvgun er gerð erlendis. Halda áfram að lesa
Perrapólitík
Meðferð fyrir kynferðisbrotamenn er dýr. Of dýr til þess að samfélagið vilji spandera meðferð á hvílík illmenni. Það er að sumu leyti skiljanlegt, það eru margir sem okkur finnst frekar verðskulda stuðning sem fá ekki þá læknismeðferð sem myndi henta þeim best. Halda áfram að lesa
Undir setunni – smásaga
Einu sinni var kona á virðulegum aldri sem var orðin dálítið þreytt á karlmönnum. Henni þótti vissulega gott að kúra upp við loðna bringu en hún var ekki eins hrifin af aukavinnunni sem það kostaði. Halda áfram að lesa
Ófrægingartips
Annað veifið hugsa ég sem svo að nú sé ég búin að segja allt sem segja þurfi um kvenhyggjusinna og þeirra kjánagang. Brjósthnappabyltingin og #túrvæðingin eru ekki svo merkileg uppátæki að ég hafi fundið hjá mér neina hvöt til að ræða þau. Ekki fyrr en byltingafárið fór út í hegðun sem er beinlínis skaðleg og enn á ég eitthvað ósagt. Halda áfram að lesa
Rassahátíð í Reykjavík
Síðasta sumar kom lítil vinkona í heimsókn og ég benti henni á leikfangakassann. Þar fann hún nokkrar barbídúkkur, naktar, það voru ekki til nein föt á þær. „Það er allt í lagi,“ sagði sú stutta „þá höldum við bara rassahátíð.“ Halda áfram að lesa