Knúzið heldur áfram að bulla. Ég þarf greinilega að skrifa pistil um fjölda meinsærismála, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem kærandi bar öll merki þess að hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli en viðurkenndi síðar að hafa bara sagt ósatt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlaröð: Uns sekt er sönnuð
Áhrif kröfunnar um öfuga sönnunarbyrði
Í þessum pistli talaði ég m.a. um kröfu feminista um öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum. Sannleikurinn er sá að krafan um öfuga sönnunarbyrði er ekki fölnað laufblað heldur gróskumikið illgresi sem hefur haft áhrif út í samfélagið og skulu hér nefnd tvö dæmi: Halda áfram að lesa
Han irriterede mig
Þann 13. september 2008 varð 15 ára stúlka fyrir hópnauðgun á almenningsklósetti á járnbrautarstöð í Danmörku. Eða það sögðu blöðin allavega. Og hún sjálf. Halda áfram að lesa
Til hamingju með að vera óskeikul
Ég sé að nokkrir dólgafeministar tala um mig sem „talsmann meintra gerenda“ í kynferðisbrotamálum og af samhenginu er helst að skilja að það beri vott um „hamslaust kvenhatur“ eins og ein mannvitsbrekkan orðaði það, að staldra við og spyrja á hvaða leið við séum eiginlega. Halda áfram að lesa
Gætum þess að viðurkenna aldrei að kona geti sagt ósatt
Fyrsti pistilinn í þessari röð kallaði fram verulega afhjúpandi viðbrögð þeirra sem leynt og ljóst vilja slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum (enda þótt þeir/þær viðurkenni það ekki í orði.) Í þessari grein ætla ég að rýna betur í eftirfarandi staðhæfingu sem kom fram í ýmsum tilbrigðum sem svar við fyrsta pistlinum: Halda áfram að lesa
Er karllægni réttarkerfisins stórt vandamál?
Ég get vel skilið þá sem afneita hættunni á því að sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum verði færð yfir á sakborning. Mér finnst erfiðara að skilja þá sem gera sér grein fyrir hættunni en finnst bara allt í lagi að taka áhættu á að saklausir menn séu dæmdir. Auðvitað reyna þeir sem eru fylgjandi öfugri sönnunarbyrði að gera lítið úr hættunni með innistæðulitlum fullyrðingum, t.d. þessari:
Áfallastreituröskun sannar ekki kynferðisbrot
Þeir sem gagnrýndu fyrsta pistil minn í þessari röð, hafa ýmist afneitað því að nokkur hætta sé á að Íslendingar færi sönnunarbyrðina yfir á sakborning, eða borið því við að þær aðferðir sem verið er að innleiða í því skyni, séu eðillegar og sjálfsagðar. Halda áfram að lesa
Jú, öfug sönnunarbyrði viðgengst meðal vestrænna þjóða
Um daginn skrifaði ég pistil sem olli miklum titringi enda þótt flestir sem hneyksluðust á honum segðust vera mér sammála um það sem skiptir máli, þ.e. að ekki megi færa sönnunarbyrðina í kynferðisbrotamálum yfir á sakborning. Halda áfram að lesa
Gefum nauðgaranum rödd
ENGINN hefur talað fyrir öfugri sönnunarbyrði, svo hversvegna í ósköpunum er Eva að búa til vandamál?
Jú ég skal segja ykkur það. Í fyrsta lagi er ég ekki að búa til vandamál heldur að leita farsælli lausna á raunverulegum vandamálum en ég kem nánar að því síðar. Afgreiðum fyrst spurninguna um það hvort sé kannski eitthvað til í því að einhverjum finnist öfug sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum góð hugmynd. Halda áfram að lesa
Engin hætta á að sönnunarbyrðinni verði snúið
Ég vona að þessi pistill veki umræðu, hugsaði ég um leið og ég klikkaði á „publish„. Það gekk eftir. Halda áfram að lesa