Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.

pye-jakobsson-2014-688x451

Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið

Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa

Tæknifrjóvgun, mismunun og réttur barnsins

110313933_380995c-688x451

Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun á Íslandi eiga að skila inn vottorði um samþykki maka, hvort sem makinn er karl eða kona. Það er skilyrði fyrir því að makinn verði skráður foreldri barnsins. Eðlilegast væri að sömu reglur giltu þegar tæknifrjóvgun er gerð erlendis. Halda áfram að lesa

Kynbundið

Hér er verið að tala um hegðun sem við getum sannarlega kallað „kynbundið ofbeldi“. Skipulagt ofbeldi sem beinist gegn konum vegna þess að þær eru konur og sem bein viðbrögð við kröfu um að sjálfsögð réttindi þeirra séu virt.

Það er ekki „kynbundið ofbeldi“ þótt gaur á dekkjaverkstæði taki ekki eftir konu sem hímir þegjandi upp við vegg.

Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?

ruffee

Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Halda áfram að lesa