#Konur Þurfa Bara Að Væla Daglega

Ég var þriggja ára, datt og meiddi mig smávegis og fékk samúð út á það. Fimm mínútum síðar var ég enn hljóðandi, ekki af því að neitt væri að, heldur af því að ég vildi meiri athygli og stærri plástur. Á endanum sagði móðir mín „hættu nú þessu væli stelpa og farðu að leika þér.“

#Konur Þurfa Bara Að Væla Daglega – til þess að komast upp með að gangast uppi í hlutverki hins eilífa fórnarlambs. Halda áfram að lesa

Fjórtán einkenni femínisma

fornarlambaskolinnÞað hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif. Halda áfram að lesa

Harmageddon og paródíukrísan

poe

Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. Halda áfram að lesa

Hugtakaskýring handa lesendum leyniskyttunnar

brokarlaus

Þessi bloggari kærir sig ekki um að heyra álit annarra og leyfir því ekki umræður á blogginu sínu en þar sem vera má að einhverjir þeirra sem hafa velt sömu hugtökum fyrir sér hafi meiri áhuga á samræðu en einræðu, skal ég taka að mér að útskýra þessi hugtök sem að hobbýfemisma undanskildum falla undir það sem ég kalla „dólgafeminisma“ (vulgar feminism) þ.e. feminisma sem setur hugsjónina ofar heilbrigðri skynsemi og valtar yfir rétt annarra. Halda áfram að lesa

Það er engin afsökun að hafa píku

siv

Mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun mörkuðu tímamót í sögu umhverfisverndar og mótmælamenningar en þótt þeir sem mótmælu þessum framkvæmdum hafi brotið blað í sögunni, þóttum við ekki par fín. Við vorum vonda fólkið sem höfðum það eitt að markmiði að drepa niður allt atvinnulíf í landinu og svelta svöngu börnin á Reyðarfirði um ókomin ár. Halda áfram að lesa