Betri skilgreining

fornarlamb5

Stefán kveikti á útvarpinu. Lísa Páls á flakki, einmitt að hefja viðtal við jafnréttisfulltrúa HÍ. Stefán leit á mig sposkur á svip.

,,Ætli þau komist að þeirri niðurstöðu að konur séu fórnarlömb háskólans,“ sagði hann en ógeð mitt á fórnarlambsvæðingu kvenna hefur ekki farið fram hjá honum.

victimMér fannst áhugavert að heyra viðtal við jafnréttisfulltrúa. Verksvið hans er ekki aðeins að gæta að jafnrétti kynjanna heldur á hann einnig að taka á málum ef mismunun viðgengst á grundvelli fötlunar, þjóðernis eða kynhneigðar. Ég velti því fyrir mér hvort fatlaðir stúdentar verði fyrir mismunun, hvort þeir jafnvel hreinlega gleymist. Hvað með erlenda stúdenta, er tekið tillit til þess að málumhverfið getur verið þeim fjötur um fót? Geta klæðskiptingar klætt sig eins og þeim sýnist án þess að fá óþægileg augnaráð? Og hvernig stendur á því að piltar sækja minna í háskólanám en stúlkur? Höfðar námið sjálft minna til pilta en stúlkna eða er eitthvað í háskólamenningunni eða menningu ungra karla sem skýrir þetta? Er einhver deild sem annað kynið virðist forðast? Er brottfall úr háskólanámi misjafnt eftir kynjum? Er verið að gera eitthvað til þess að laða karlmenn að háskólanámi?

Ég varð fyrir vonbrigðum. Ekkert af þessu var rætt. Dálítið komið inn á það að háskólamenningin sé lituð af því að hafa alla tíð verið menning hvítra, miðaldra karla en ekkert minnst á það hversvegna ungar konur virðast í þúsundatali tilbúnar til að taka þátt í þeirri menningu og aðlagast henni.  Niðurstaða viðtalsins var þessi; fólk hefur tekið fatlaða og homma í sátt (án þess að neitt sé um það fjallað) þannig að í jafnréttisumræðu í tengslum við H.Í. er það feminsminn sem er fórnarlambið.  Viðtalið við jafnréttisfulltrúa er síðast í þættinum, hefst þegar 46:34 mín eru liðnar á þáttinn.

Knúzið tekur í sama streng: Konur eru hin raunverulegu fórnarlömb karlakrísunnar. Samkvæmt þessari grein hættir „jákvæð mismunun“ að vera jákvæð ef hún er körlum í hag.

Samkvæmt skilgreiningu feministafélags Íslands er feministi sá sem skilur að enn ríkir ekki jafnrétti milli  kynjanna og vill gera eitthvað til að leiðrétta það. Þessi skilgreining er vond því hún getur átt við allt fólk sem hefur snefil af réttlætiskennd og er ekki í neinu samræmi við orðræðu, gervivísindi og framgöngu yfirlýstra feminista. Það væri allt eins hægt að skilgreina kristið fólk sem manneskjur sem telja að meiri kærleikur þyrfti að ríkja í heiminum og vilja gera eitthvað í því.

Ég sting upp á nýrri skilgreiningu á svokölluðum róttækum feminisna (sem í reynd er álíka róttækur og Framsóknarflokkurinn.) Tillaga mín er þessi:

Feminismi er trúarhreyfing fólks sem álítur að konur séu alltaf og í öllum aðstæðum fórnarlömb, sem eigi að njóta forréttinda út á það að aðrar konur hafi alla tíð og í öllum aðstæðum verið fórnarlömb. Hver sá sem ekki er sammála því er fulltrúi feðraveldisins og sennilega kynferðislega brenglaður.

 

 

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Betri skilgreining

 1. ————————————–

  Stutt, hnitmiðað og skemmtilegt aflestrar.

  Sú skilgreining sem þú leggur til er miklu vitlegri en sú sem nú er opinber skilgreining Femínistafélags Íslands á hugtakinu.

  Ég ætla að hlusta á þáttinn sem þú bendir á.

  Posted by: Sigurður | 16.11.2011 | 9:00:38

  —   —   —

  Knúzið er ekki trúarhreyfing og þó að þessi grein hafi birst þar (þetta er þýðing, ekki verk neins knúzara), er ekki endilega þar með sagt að allir knúzarar skrifi undir nákvæmlega þessar skoðanir. Eitt af markmiðum okkar er einmitt að víkka út sjóndeildarhringinn, m.a. með því að birta þýðingar á greinum sem geta hrist upp í umræðunni. Ég er t.d. með eina mjög harða grein í þýðingu núna. Ég er ekki sammála hverju orði í henni, en mér finnst hún samt eiga erindi í umræðuna, alveg eins og mér finnst þú eiga erindi, þó ég skilji ekki þessa heift í þér gagnvart þeim sem ekki eru sammála þessari frjálshyggjuhugmynd um frelsi til að selja líkama sinn. Né skil ég hvernig þú færð út að við séum trúarhreyfing, né hvernig við sjáum kvenfórnarlömb alls staðar. Persónulega vil ég berjast gegn kerfinu, sem mér finnst ómannvænt, ekki bara gegn konum, heldur líka körlum, börnum og jafnvel dýrum (ég er þó ekki tilbúin til að berjast þar líka, maður verður að þekkja sín takmörk). Með stuðboltakveðju!

  Posted by: Kristín | 17.11.2011 | 2:44:59

  —   —   —

  Ég beini orðum mínum ekki gegn þessum tiltekna vef heldur gegn þeirri grein feminisma sem ýtir undir og viðheldur þeirri ógeðfelldu hugmynd að konur séu fórnarlömb og karlmenn skúrkar og beitir óhikað ýkjum, útúrsnúningum og persónulegum árásum til þess að vinna þeirri hugmynd brautargengi.

  Það væri kannski nákvæmara að tala um pólitíska rétthugsun en trúarbrögð, þar sem ritúalið vantar nú sennilega. Ég tek þessari ábendingu og legg fram breytingartillögu:

  „Feminismi er hreyfing fólks sem heldur fast við þá pólitísku rétthugsun að konur séu allaf og í öllum aðstæðum fórnarlömb, sem eigi að njóta forréttinda út á það að aðrar konur hafi alla tíð og í öllum aðstæðum verið fórnarlömb. Hver sá sem ekki er sammála því er fulltrúi feðraveldisins og sennilega kynferðislega brenglaður.“

  Ég hef aldrei verið sammála neinni frjálshyggjuhugmynd um frelsi til að selja líkama sinn. Hórur selja ekki líkama sinn, þær selja þjónustu. Það hefur ekkert með frjálshyggju að gera heldur annarsvegar sjálfsákvörðunarrétt og hinsvegar rétt til að framfleyta sér. Við getum talað fjálglega um að fátækt ætti ekki að vera til en hún er til og m.a.s. mjög napur veruleiki og það er einfaldlega ómannúðlegt að segja öreigum að svelta bara og passa píkuna á sér á meðan þeir bíði eftir því að heimurinn verði fullkominn. Heift mín gagnvart því viðhorfi (ekki einstaklingum) að konur séu vesalingar sem þarf að passa að fari sér ekki að voða, byggist annars vegar á þeirri sannfæringu minni að enginn hafi rétt til að ráðskast með líf annarra, ekki einu sinni vesalinga og hinsvegar á þeirri sannfæringu minni að glæpur án fórnarlambs sé andstyggileg ranghugmynd sem þjóni fyrst og fremst hagsmunum yfirvalda.

  Feministahreyfingin hefur sterk einkenni trúarhreyfinga. T.d. eru litlar eða engar kröfur gerðar til þess að „vísindamenn“ vinni eftir vísindalegum aðferðum svo lengi sem niðurstaða þeirra samræmist hugmyndafræðinni. Gagnrýni á ýkjur, lygar og gervivísindi er ekki svarað með rökum heldur reynt að þagga hana í hel eða í skársta falli að gera gagnrýnandanum upp annarlegar hvatir og umræða feminista einkennist af því sem Stephen Colbert kallar trutiness, fremur en rökum.http://www.youtube.com/watch?v=7D6dhFYWj3s

  Einnig má sjá vægar einkenni, svosem klanisma sem birtist í óljósi köfu um að konur standi saman á grundvelli kynferðis síns. Kona sem er ósammála er þannig að ráðast gegn „kynsystrum“ sínum þótt aldrei sé reiknað með álíka bræðralagi milli karla. Þetta er dæmi um klanisma sem m.a. einkennir trúarhreyfingar. Einnig má nefna kjánalega samstöðu um gagnkvæma aðdáun, t.d. húrrahróp í hvert sinni sem einhver skrifar eitthvað í þágu málstaðarins, sama hversu léleg greinin er. Viðkomandi fær þannig ekki hrós fyrir vel unnið verk heldur fyrir að hafa rétta skoðun.

  Í Svíþjóð er afar lítill munur á feministahreyfingunni og skipulögðum trúflokki og þessar konur hafa óhugnanlega mikil völd. Trúaryfirbragðið leynir sér ekki. Eins og þú sást í myndinni „könskriget“ er nóg að einhver spyrji óþægilegra spurninga til þess að viðkomandi sé álitinn „svikari“ við málstað sem hún hefur þó aldrei svarið neinn hollustueið. Mér sýnist íslenskur feminismi vera á sömu leið og finnst það verulega vond tilhugsun að fólk með jafn mannfjandsamleg viðhorf komist til valda.

  Posted by: Eva | 17.11.2011 | 6:16:46

  —   —   —

  Að bendla þá sem eru ekki tilbúnir að banna vændi við frjálshyggju er lágt lagst og í besta falli ryk til að slá í augun á fólki vegna málefnaskorts og til að leiða umræðuna um hægri vinstri pólitík. Frjálslyndi og frjálshyggja er ekki sami hluturinn. Kannski þörf á endurmenntun fyrir þá sem ekki sjá muninn? Minnir á AMX liðana sem telja nasistmann vera sósíalisma.

  Posted by: Sigurbjörn | 17.11.2011 | 10:54:06

  —   —   —

  Að bendla þá sem eru ekki tilbúnir að banna vændi við frjálshyggju er lágt lagst og í besta falli ryk til að slá í augun á fólki vegna málefnaskorts og til að leiða umræðuna um hægri vinstri pólitík. Frjálslyndi og frjálshyggja er ekki sami hluturinn. Kannski þörf á endurmenntun fyrir þá sem ekki sjá muninn? Minnir á AMX liðana sem telja nasistmann vera sósíalisma.

  Posted by: Sigurbjörn | 17.11.2011 | 10:55:11

Lokað er á athugasemdir.