Í vikunni gerði blaðamaður Forbes þá merkilegu uppgötvun að kynferði leiðtoga réði úrslitum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Sjö ríki, sem brugðust fljótt við, koma vel út í samanburði við mörg önnur ríki. Þau eiga það sameiginlegt að konur leiða ríkisstjórn – þar með hlýtur skýringin að vera sú að konur séu sterkir leiðtogar. Þessi sjö ríki eru Þýskaland, Danmörk, Noregur, Ísland, Finnland, Nýja Sjáland og Taiwan. Íslenskir miðlar átu þessa þvælu auðvitað upp. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Orðræðan og umræðan
Um hvað snýst þungunarrofsfrumvarpið?
Tæpra 20 vikna fóstur. Barn eða frumukökkur?
Umræðan um þungunarrofsfrumvarpið einkennist af þekkingarleysi, tvískinnungi og einbeittum skorti á vilja til þess að viðurkenna hvað málið snýst um – nefnilega það hvernig við skilgreinum manneskju. Ég hef ekki gert upp við mig sjálf hvar eðlilegast væri að draga mörkin. Mig langar hinsvegar að gera athugasemir við nokkrar vafasamar fullyrðingar sem eru áberandi í þessari umræðu. Halda áfram að lesa
Og svarið er já
Er þörf fyrir andfemínisma í samfélagi sem stendur á öndinni af hneykslun ef einhver hálfviti segir eitthvað sem mögulegt er að túlka sem karlrembu en finnst svona auglýsing bara allt í lagi?
Hugleiðingar um kynferðislega áreitni – Gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson
Baráttan fyrir mannréttindum og réttlæti er eins og pendúll. Krafturinn sem þurfti til að sveifla pendúlnum í rétta átt sendir hann lengra en þörf var á. Óréttlæti er upprætt, en hættan er sú að við förum fram úr okkur. Halda áfram að lesa
Stjórnmálakonur stíga fram
Stjórnmálakonur krefjast þess að allir karlar taki ábyrgð á kynferðisofbeldi og áreitni. Mannkynið skiptist semsagt í tvo hópa; konur, sem eiga undir öllum kringumstæðum ægilega bágt, og karla, sem bera ábyrgð á öllum þessum bágindum kvenna. Ætli það þætti viðeigandi að karlar krefðust þess að allar konur tækju ábyrgð á umgengnistálmunum? Ekki fylgir kröfunni nein lýsing á því hvernig þeir eigi að taka ábyrgð en hinsvegar fylgja nokkrar reynslusögur af slíku „ofbeldi“. Halda áfram að lesa
Allir sekir
Kona fór með barnabarn sitt í leikhús. Önnur kona gerðist svo dónaleg að spyrja lítinn dreng hvort honum fyndist telpan ekki sæt. Túlkun ömmunnar: Konan er að kenna drengnum að glápa á konur og dæma þær. Halda áfram að lesa
Harmageddon – viðtal um staðgöngumæðrun
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Fjórtán einkenni femínisma
Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif. Halda áfram að lesa
Hildarleikur
Orðið Hildarleikur á einkar vel við þá umræðu sem fer fram á netinu einmitt núna. Kona sem hefur staðið í langvinnu stríði við hvern þann karl sem kemur illa fram við konur eða tiltekna konu, er komin í sjálfheldu. Kona sem hefur krafist fortakslausrar iðrunar af hálfu þeirra sem hafa brotið eitthvað af sér og dæmt allar sjálfsréttlætingar harkalega, gefur skýringar sem sumir efast um að hún tæki gildar sjálf. Þetta er áhugavert. Átakanlegt líka. Halda áfram að lesa
Fiðrildapíkan
Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.