Fiðrildapíkan

fiðrildi

Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.

Halda áfram að lesa

Glæpir gegn feminismanum

píka2

Kæri félagi, feminstakarl sem telur kynhár vera merki kvennakúgunar

Ég, fávís kona, leita nú til þín í raunum mínum. Þannig er að ég hef í mörg ár fjarlægt kynhár. Mér finnst það fallegt en mér skilst að með því að fjarlægja kynhár sé ég að þóknast kapítalískum og kvenkúgandi útlitskröfum feðraveldisins.

Nú er svo komið að ég er farin að búa með manni sem flokkast sem miðaldra jakkafat og þar með sem sérlegur fulltrúi feðraveldisins. Nema hvað, hann er alveg óskaplega hrifinn af kynhárum og finnst útliltskröfur feðraveldisins fáránlegar.

Hvort er stærri glæpur gegn feminismanum að tæta burt torfusnepilinn og geðjast þar með útlitskröfum hins kapítalíska feðraveldis og sjálfri mér, eða láta píkuhárin spretta og geðjast þannig fulltrúa feðraveldisins á heimilinu?

Loðinn femínismi

píkaMér skilst að klofháratæting sé einkar andfeminiskur verknaður. Svona eitthvað í líkingu við að reyra fætur ómálga barna. Með því að fjarlægja kynhár séu konur að reyna að líkjast smástelpum en það ku víst verka einkar vel á karlpeninginn. Líklega er hrifning mín á skegglausum körlum á sama hátt merki um dulvitaða barnagirnd. Halda áfram að lesa

Er klofið á mér vísun í barnaklám?

shaved_pussy

Þegar almenningur vaknar til vitundar um skaðleg skilaboð fjölmiðla, er jafnan stutt í móðursýkina. Í gærkvöld hitti ég nokkrar ágætar konur á kaffihúsi og haldið ekki að klámvæðingin ógurlega hafi borist í tal. Við vorum allar sammála um að barnaklám væri ógeðfelld hugmynd en hinsvegar sýndist sitt hverri um hvað ætti að skilgreinast sem barnaklám. Af öllum þeim staðhæfingum sem komu fram um klám og kynlífsvæðingu, dreg þó mest í efa þá athyglisverðu hugmynd að það sé „vísun í barnaklám“ að fjarlægja kynhár.

Halda áfram að lesa