Glæpir gegn feminismanum

píka2

Kæri félagi, feminstakarl sem telur kynhár vera merki kvennakúgunar

Ég, fávís kona, leita nú til þín í raunum mínum. Þannig er að ég hef í mörg ár fjarlægt kynhár. Mér finnst það fallegt en mér skilst að með því að fjarlægja kynhár sé ég að þóknast kapítalískum og kvenkúgandi útlitskröfum feðraveldisins.

Nú er svo komið að ég er farin að búa með manni sem flokkast sem miðaldra jakkafat og þar með sem sérlegur fulltrúi feðraveldisins. Nema hvað, hann er alveg óskaplega hrifinn af kynhárum og finnst útliltskröfur feðraveldisins fáránlegar.

Hvort er stærri glæpur gegn feminismanum að tæta burt torfusnepilinn og geðjast þar með útlitskröfum hins kapítalíska feðraveldis og sjálfri mér, eða láta píkuhárin spretta og geðjast þannig fulltrúa feðraveldisins á heimilinu?

Deildu færslunni

Share to Facebook